Launavísitala
Miðvikudaginn 22. febrúar 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Ég skil þetta svo að það sé ósk frsm. minni hl. fjh.- og viðskn. að umræðu um þetta mál verði ekki fram haldið núna. ( MB: Ekki fyrr en nál. hefur komið fram leiðrétt.) Já. Ég held að það sé ráð við þessar aðstæður að við gerum hlé á fundi í 5 mínútur svo að við getum aðeins borið saman bækurnar. Það er alls ekki ætlun forseta að keyra svo hratt að það sé til vandræða eins og gefur að skilja og forseta var ekki ljóst að þessu ætti að fylgja fylgiskjal. Ég fresta þessum fundi í 5 mínútur. --- [Fundarhlé.]