Lánsfjárlög 1989
Þriðjudaginn 21. mars 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Varðandi ósk hv. þm. stendur svo á að boðaður hefur verið fundur í Ed. með hliðsjón af því að gert var ráð fyrir að þetta mál yrði afgreitt héðan í kvöld þannig að ég get ekki heitið fresti fram yfir morgundaginn að svo stöddu, en ég mun á eftir kanna nánar stöðu þess máls og greina hv. þm. frá því.