Almannatryggingar
Þriðjudaginn 02. maí 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Ég túlka þetta svo að formaður heilbr.- og trn. hafi fallist á að umræðu um þetta verði frestað til þess að sú umfjöllun geti farið fram sem um var beðið og ég spyr þá hv. þingdeildarmenn að því hvort þeir telji ekki rétt að láta hér lokið umræðunni í bili þannig að þeir geymi rétt sinn til frekari umræðna þangað til sú umfjöllun hefur farið fram sem þeir hafa eftir óskað.