Tilhögun þingfunda
Föstudaginn 19. maí 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Áður en gengið er til dagskrár vildi ég taka fram að það er von á því að það verði fleiri fundir haldnir í dag til þess að koma áfram þeim málum sem eru á dagskrá, þeim sem væntanleg eru frá nefndum og enn fremur þeim málum sem útlit er fyrir að komi hingað frá Ed. Þegar svo er gengið frá málum er vitaskuld ætlunin að ljúka sem mestu í dag, helst öllu, ef um það tekst samvinna við deildina.