Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 204 . mál.


Ed.

766. Breytingartillögur


við frv. til 1. um tekjustofna sveitarfélaga.

Frá félagsmálanefnd.



1.     Við 5. gr. Greinin orðist svo:
              Undanþegin fasteignaskatti eru sjúkrastofnanir samkvæmt heilbrigðislögum, kirkjur, skólar, heimavistir, barnaheimili, íþróttahús, skipbrotsmannaskýli, sæluhús, bókasöfn og önnur safnahús og hús annarra ríkja að svo miklu leyti sem þau eru notuð af sendimönnum þeirra í milliríkjaerindum. Sama gildir um lóðir slíkra húsa.
              Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt af heilsuhælum, endurhæfingarstöðvum og húsum sem einvörðungu eru notuð til tómstundaiðju sem viðurkennd eru af hlutaðeigandi sveitarstjórn. Sama gildir um lóðir þessara húsa.
              Nú eru hús þau, sem um ræðir í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, jafnframt notuð til annars en að framan greinir, svo sem til íbúðar fyrir aðra en húsverði, og greiðist skatturinn þá hlutfallslega miðað við slík afnot.
              Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða.
2. Við 8. gr. Greinin orðist svo:
              Tekjur Jöfnunarsjóðs eru þessar:
    a.     Framlag úr ríkissjóði er nemi 1,4% af skatttekjum ríkissjóðs af beinum og óbeinum sköttum sem innheimtir eru í ríkissjóð. Skal framlagið greiðast Jöfnunarsjóði mánaðarlega eftir á.
    b.     Landsútsvör skv. 9. gr.
    c.     Vaxtatekjur.
3.    Við 27. gr. Í stað orðanna „opinbera starfsmenn“ í 3. mgr. komi: brot í opinberu starfi.
4.     Við 34. gr.
    a.    Við b-lið síðari málsgreinar bætist: Undanþága olíufélaganna nær þó aðeins til olíu og olíuvara.
    b.     Við síðari málsgrein bætist nýr stafliður svohljóðandi: Starfsemi sláturhúsa og mjólkurbúa.
5.     Við 37. gr. Í stað „4“ í 6. mgr. komi: 24.