Ferill 495. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 495 . mál.


Sþ.

914. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um endurskoðun á rafmagnssamningi Landsvirkjunar og Ísals.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hefur Landsvirkjun tilkynnt Ísal að hún ætli að láta reyna á endurskoðun skilmála í rafmagnssamningi þessara aðila, sbr. 28. gr. eftir breytingar 5. nóvember 1984?

Greinargerð.


    Með þriðja viðauka við rafmagnssamning milli Landsvirkjunar og Íslenska álfélagsins hf. frá 5. nóvember 1984 fengust m.a. fram ákvæði um að á fimm ára fresti geti hvor aðili um sig óskað eftir endurskoðun á samningnum vegna breytinga á aðstæðum. Tilkynna skal um hvort samningsaðili hyggist láta reyna á þetta eigi síðar en sex mánuðum fyrir samningsdag frá fimmta, tíunda eða fimmtánda „árdegi“ þess dags er þriðji viðauki rafmagnssamningsins tók gildi. Þessi eindagi er í maímánuði 1989 þar eð samningurinn var gerður 5. nóvember 1984 og lögin um viðaukasamninginn tóku gildi 30. nóvember 1984. Af þessum sökum og vegna margháttaðra breytinga, sem orðið hafa á aðstæðum, raforkuseljanda í óhag, á þeim árum sem síðan eru liðin, er fyrirspurn þessi fram borin.



Skriflegt svar óskast.