Ferill 242. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 242 . mál.


Nd.

946. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 86/1985, um viðskiptabanka.

Frá 2. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Annar minni hl. getur ekki fallist á þá meginbreytingu á lögunum sem lögð er til í 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins að ákvörðunarvald um vexti og þjónustugjöld verði fært frá bankastjórn til bankaráðs. Slíkar ákvarðanir eiga alla jafnan að vera á ábyrgð daglegra stjórnenda bankans, eins og verið hefur, en umfjöllun um heildarstefnu og eftirlit með framkvæmd hennar í höndum bankaráðs. Heimild stjórnvalda, í 9. gr. laga um Seðlabanka Íslands, til að hafa áhrif á vaxtaákvarðanir almennt ætti að vera nægilegur öryggisventill.
    Annar minni hl. leggur því til að 1. mgr. 3. gr. verði felld en styður aðrar greinar frumvarpsins.

Alþingi, 25. apríl 1989.



Kristín Halldórsdóttir.