Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 409 . mál.


Ed.

994. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 62 5. september 1986, um rétt manna til að kalla sig verkfræðinga, húsameistara,

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt. Frumvarpið felur í sér að orðið „landslagshönnuður“ verði lögverndað starfsheiti.
    Nefndin hélt nokkra fundi um frumvarpið og komu þeir Þráinn Hauksson og Einar Sæmundsson frá Félagi íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) til viðræðu við nefndina. Fram kom að aðrir faghópar, sem starfa á sama grundvelli og landslagshönnuðir, hafa þegar fengið starfsheiti sitt lögfest. Af þeirri ástæðu telur nefndin rétt að umræddur faghópur verði ekki undanskilinn. Nefndin telur hins vegar komið í óefni hvað varðar lögverndun starfsheita og leggur á það þunga áherslu að við endurskoðun byggingarlaga, sem nú er unnið að, verði gerð róttæk breyting í þessum efnum. Nefndin er sammála um að stefna eigi að því að afnema lögverndun starfsheita.
    Júlíus Sólnes var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 25. apríl 1989.



Karl Steinar Guðnason,

Jón Helgason.

Þorv. Garðar Kristjánsson.


form., frsm.



Ey. Kon. Jónsson.

Margrét Frímannsdóttir.

Stefán Guðmundsson.