Ferill 273. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


111. löggjafarþing 1988–1989.
Nr. 14/111.

Þskj. 1062  —  273. mál.


Þingsályktun

um tónmenntakennslu í grunnskólum.


    Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd til að athuga og koma með tillögur að samvinnu og samþættingu tónmenntakennslu í grunnskólum og tónlistarskólum landsins, með það fyrir augum
          að efla og auka tónmenntakennslu í grunnskólum,
          að koma á samvinnu milli grunnskóla og tónlistarskóla,
          að athuga hvernig best verði staðið að menntun kennara á þessu sviði,
          að það nám í tónlist, sem nemendur stunda utan lögboðins grunnskólanáms, geti í auknum mæli flust inn í húsnæði grunnskólanna,
          að samnýta húsnæði og kennara til að draga úr kostnaði og gera tónlistarnám aðgengilegra fyrir nemendur.
    Nefndin ljúki störfum fyrir árslok 1989.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1989.