Ferill 374. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 374 . mál.


Nd.

1100. Breytingartillögur



við frv. til l. um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga.

Frá Birgi Ísl. Gunnarssyni, Geir H. Haarde og Ólafi G. Einarssyni.



1.     1. málsl. 1. gr. orðist svo: Myndaður skal sjóður sem varið skal til að standa straum af byggingarkostnaði menningarbygginga, kostnaði við endurbætur á húsakosti menningarstofnana, stuðla að verndun gamalla bygginga í eigu ríkisins og bygginga sem vernda þarf að mati Þjóðminjasafns og samkvæmt tillögum þess.
2.     Fyrirsögn frv. verði: Frv. til l. um Þjóðarbókhlöðu og aðrar menningarbyggingar.