Ferill 38. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 38 . mál.


Sþ.

38. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um raforkuöflun og raforkukostnað vegna nýrrar álbræðslu í Straumsvík.

Frá Kristínu Einarsdóttur.



1.     Hvaða hugmyndir eða tillögur liggja fyrir hjá Landsvirkjun um raforkuverð til nýrrar álbræðslu? Svar óskast gefið upp í íslenskum krónum og bandarískum millum á kílóvattstund.
2.     Hvaða virkjanir er gert ráð fyrir að reistar verði vegna álbræðslu og í hvaða röð?
3.     Hver er afl- og orkuvinnslugeta hverrar virkjunar?
4.     Hver er áætlaður stofnkostnaður hverrar virkjunar um sig og hver er áætlaður orkukostnaður frá hverri þeirra miðað við eftirfarandi:
    a.    núverandi horfur á aukningu almenna raforkumarkaðarins,
    b.    viðbótarraforkuframleiðslu sé eingöngu ráðstafað til stóriðju (full nýting strax)?



Skriflegt svar óskast.