Ferill 39. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 39 . mál.


Sþ.

39. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um samninga um nýja álbræðslu í Straumsvík.

Frá Kristínu Einarsdóttur.



1.     Hverjar urðu niðurstöður úr hagkvæmniathugun Atlantal-hópsins um byggingu 185 þús. tonna álvers í Straumsvík, sbr. samkomulag frá 4. júlí 1988?
2.     Hverjir eru nú þátttakendur í athugunum á álbræðslu í Straumsvík og eftir hvaða samningi er að þeim unnið?
3.     Að hve miklu leyti nýtast mannvirki sem fyrir eru í Straumsvík fyrir viðbótarálbræðslu?
4.     Hvenær er gert ráð fyrir að athugunum ljúki og málið komi til kasta Alþingis?



Skriflegt svar óskast.