Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 128 . mál.


Nd.

132. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 47 16. apríl 1971, um náttúruvernd, lögum nr. 20 30. apríl 1986, um Siglingamálastofnun ríkisins, og ýmsum lögum er varða yfirstjórn umhverfismála.

(Lagt fyrir Alþingi á 112. löggjafarþingi 1989.)



1. gr.

    4.–6. mgr. 7. gr. laga nr. 47 16. apríl 1971, um náttúruvernd, orðist svo:
    Ráðið skal ásamt Landgræðslu ríkisins vinna að gróðurvernd og hafa eftirlit með ástandi gróðurs. Getur ráðið falið gróðurverndunarnefndum slíkt eftirlit.
    Ráðið skal ásamt Skógrækt ríkisins vinna að verndun og eftirliti með náttúrulegum birkiskógum og skógum til útivistar.
    Þrátt fyrir ákvæði laga um landgræðslu, nr. 17 24. apríl 1965, og laga um skógrækt, nr. 3 6. mars 1955, með síðari breytingum, getur umhverfisráðherra, að fengnum tillögum Náttúruverndarráðs, fyrirskipað sérstaka friðunar- og uppgræðsluaðgerðir á sviði gróður- og skógverndar skv. 4. og 5. mgr.

2. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 2., 6., 9. gr., 1. og 2. mgr. 17. gr., 3. mgr. 21. gr., 32., 33., 35. gr. og 4. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd, nr. 47 16. apríl 1971, komi: umhverfisráðuneyti, og í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 6. gr. sömu laga komi: umhverfisráðherra.

3. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 1. og 2. mgr. 4. gr. og 5. gr. laga um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, nr. 36 2. maí 1974, komi: umhverfisráðuneyti.

4. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 2. mgr. 9. gr. og í 3. mgr. 17. gr. laga um dýravernd, nr. 21 13. apríl 1957, komi: umhverfisráðherra.
    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 2. og 3. mgr. 4. gr., 2. og 3. mgr. 12. gr., 1. og 2. mgr. 17. gr. og í 1. mgr. 21. gr. sömu laga komi: umhverfisráðuneyti.

5. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 1. og 2. mgr. 7. gr. laga um fuglaveiðar og fuglafriðun, nr. 33 26. apríl 1966, komi: umhverfisráðuneyti.

6. gr.

    Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 1. og 7. gr. laga um eyðingu svartbaks, nr. 50 18. maí 1965, komi: umhverfisráðuneytis.

7. gr.


    1. gr. laga um eyðingu refa og minka, nr. 52 5. júní 1957, orðist svo:
    Umhverfisráðuneytið fer með yfirstjórn mála er varða eyðingu refa og minka. Skipar umhverfisráðherra veiðistjóra er hafa skal sérmenntun á sviði náttúrufræði sem nýtist honum í starfi. Kostnaður við embætti veiðistjóra greiðist úr ríkissjóði.
    Heimilt er ráðherra að fela veiðistjóra önnur störf er miða að stjórn á stærð villtra dýrastofna.
    Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 9. gr. sömu laga komi: umhverfisráðherra.
    Í stað orðanna „stjórnar Búnaðarfélags Íslands“ í 11. gr. sömu laga komi: umhverfisráðuneytis.
    Brott falli síðari málsgrein 13. gr. sömu laga.
    Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytið“ í 1. mgr. 14. gr. sömu laga komi: umhverfisráðuneytið.
    Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneyti“ í síðari málsgrein 15. gr. sömu laga: umhverfisráðuneyti.

8. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti“ í 1. mgr. 4. gr. laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 81 3. ágúst 1988, komi: umhverfisráðuneyti.
    Í stað orðsins „heilbrigðismálaráðherra“ í 3. mgr. 5. gr. sömu laga komi: umhverfisráðherra.

9. gr.

    Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 3. og 4. mgr. 4. gr., 4. mgr. 6. gr., 4. mgr. 7. gr., 2. mgr. 8. gr., 9. gr., 1., 4. og 5. mgr. 10. gr., 12. gr.,
19. gr., 22. gr., 1., 3. og 4. mgr. 23. gr., 2. mgr. 24. gr., 1. mgr. 26. gr., 5. og 6. mgr. 29. gr. og 32. gr. laga um varnir gegn mengun sjávar, nr. 32 5. maí 1986, komi: umhverfisráðherra.

10. gr.

    Í stað orðanna „ráðherra siglingamála“ í 4. gr. laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu, nr. 14 4. apríl 1979, komi: ráðherra umhverfismála.

11. gr.

    Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. gr. laga um bann við losun hættulegra efna í sjó, nr. 20 21. apríl 1972, komi: umhverfisráðherra.

12. gr.

    Við 1. gr. laga um Siglingamálastofnun ríkisins, nr. 20 30. apríl 1986, bætist: Umhverfisráðherra fer þó með yfirstjórn mála er falla undir 7. tölul. 2. gr. laga þessara.

13. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 23. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni, nr. 52 18. maí 1988, komi: umhverfisráðherra.

14. gr.


    Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 4. og 22. gr. laga um geislavarnir, nr. 117 24. júlí 1985, komi: umhverfisráðherra.

15. gr.

    Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í 1. og 2. mgr. 4. gr. laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52 29. maí 1989, komi: umhverfisráðherra.

16. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 1. gr. skipulagslaga, nr. 19 21. maí 1964, komi: umhverfisráðuneytið.

17. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðuneyti“ í 3. mgr. 1. gr., 3. gr., 4. gr., 5. gr. og í 2. mgr. 6. gr. byggingarlaga, nr. 54 16. maí 1978, komi: umhverfisráðuneyti.
    Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 7. og 8. mgr. 8. gr., 2. mgr. 12. gr. og í 1. mgr. 32. gr. sömu laga komi: umhverfisráðherra.

18. gr.

    Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laga um Veðurstofu Íslands, nr. 30 7. júní 1985, komi: umhverfisráðherra.

19. gr.

    Í stað orðsins „samgönguráðuneyti“ í 1. gr. og 3. mgr. 9. gr. laga um Landmælingar Íslands, nr. 31 7. júní 1985, komi: umhverfisráðuneyti.
    Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 3. mgr. 9. gr. sömu laga komi: umhverfisráðherra.

20. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 1. gr. laga um almennar náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands, nr. 48 18. maí 1965, komi: umhverfisráðherra.

21. gr.

    1. mgr. 35. gr. þjóðminjalaga, nr. 88 29. maí 1989, orðist svo:
    Umhverfisráðherra fer með mál er varða friðun húsa samkvæmt lögum þessum. Hann ákveður friðun eða brottfall friðunar, að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar ríkisins.
    Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 2. mgr. 35. gr. sömu laga, 4. mgr. 38. gr., 40. gr., 41. gr. og 43. gr. komi: umhverfisráðherra.
    Í stað orðsins „menntamálaráðuneytið“ í 48. gr. sömu laga komi: umhverfisráðuneytið.

22. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990.


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er flutt sem fylgifrumvarp með frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 73 28. maí 1969, um Stjórnarráð Íslands, vegna stofnunar umhverfisráðuneytis hinn 1. janúar 1990.
    Meginbreyting frumvarps þessa kemur fram í 1. gr. þar sem gert er ráð fyrir að Náttúruverndarráð fari með ákveðið verndunar- og eftirlitshlutverk á sviði gróðurfars- og skógræktarmála. Þá getur umhverfisráðherra þrátt fyrir ákvæði laga um landgræðslu, nr. 17/1965, og skógrækt, nr. 3/1955, með síðari breytingum, fyrirskipað sérstakar friðunaraðgerðir.
    Að öðru leyti er með frumvarpinu og breytingum á einstökum lögum yfirstjórn málaflokka, stofnana og embætta flutt til umhverfisráðuneytis í samræmi við verkefnasvið þess. Er verkefnum nánar lýst í greinargerð með því frumvarpi og vísast að öðru leyti til þess er þar greinir.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í 1. mgr., sem verður ný 4. mgr. 7. gr. laga nr. 47/1971, um náttúruvernd, segir að Náttúruverndarráð, sem verður ein af stofnunum umhverfisráðuneytis, vinni ásamt Landgræðslu ríkisins að gróðurvernd og eftirliti með ástandi gróðurs. Þykir rétt að ráðið geti falið gróðurverndarnefndum eftirlitshlutverk.
    Í 2. mgr., sem verður ný 5. mgr. 7. gr. sömu laga, er gert ráð fyrir því að Náttúruverndarráð vinni á sama hátt og segir í 1. mgr. ásamt Skógrækt ríkisins að verndun og eftirliti með náttúrulegum birkiskógum og skógum til útivistar.
    Í 3. mgr., sem verður ný 6. mgr. 7. gr. sömu laga, eru ákvæði um að umhverfisráðherra geti, að fengnum tillögum Náttúruverndarráðs og þrátt fyrir gildandi lög um Landgræðslu ríkisins, nr. 17 24. apríl 1965, og um Skógrækt ríkisins, nr. 3 6. mars 1955, með síðari breytingum, fyrirskipað sérstakar friðunaraðgerðir á sviði gróður- og skógverndar. Með þessari breytingu er umhverfisráðherra fengið vald til friðunar gróðurs og skóga skv. 4. og 5. mgr. 7. gr. hér að framan, til viðbótar því sem landbúnaðarráðherra hefur þegar samkvæmt landgræðslu- og skógræktarlögum. Kallar breytingin óhjákvæmilega á endurskoðun og samræmingu gildandi laga um landgræðslu og skógrækt og er gert ráð fyrir að sú endurskoðun fari fram á árinu 1990 skv. 2. tölul. í ákvæðum til bráðabirgða.
    Að öðru leyti en að framan greinir fer landbúnaðarráðuneytið áfram með yfirstjórn landgræðslu- og skógræktarmála, atvinnu- og nýtingarþáttinn.

Um 2. gr.


    Yfirstjórn laga um náttúruvernd, nr. 47 16. apríl 1971, er flutt úr menntamálaráðuneyti í umhverfisráðuneyti.

Um 3. gr.


    Yfirstjórn laga um verndun Mývatns og Laxár í Suður Þingeyjarsýslu, nr. 36 2. maí 1974, er flutt úr menntamálaráðuneyti í umhverfisráðuneyti.

Um 4. gr.


    Yfirstjórn laga um dýravernd, nr. 21 13. apríl 1957, er flutt úr menntamálaráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 5. gr.


    Yfirstjórn laga um fuglaveiðar og fuglafriðun, nr. 33 26. apríl 1966, er flutt úr menntamálaráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 6. gr.


    Yfirstjórn laga nr. 50 18. maí 1965, um eyðingu svartbaks, er flutt frá Búnaðarfélagi Íslands til umhverfisráðuneytis.

Um 7. gr.


    Yfirstjórn laga nr. 52 5. júlí 1957, um eyðingu refa og minka, er flutt frá Búnaðarfélagi Íslands og landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Einnig er um að ræða nokkrar orðalagsbreytingar.

Um 8. gr.


    Yfirstjórn laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 81 3. ágúst 1988, er flutt frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 9. gr.


    Yfirstjórn laga um varnir gegn mengun sjávar, nr. 32 5. maí 1986, er flutt frá samgönguráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 10. gr.


    Yfirstjórn laga nr. 14 4. apríl 1977, um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu, er flutt frá samgönguráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 11. gr.


    Yfirstjórn laga um bann við losun hættulegra efna í sjó, nr. 20 21. apríl 1972, er flutt frá sjávarútvegsráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 12. gr.


    Sá þáttur Siglingamálastofnunar ríkisins samkvæmt lögum nr. 20 30. apríl 1986, er snertir varnir gegn mengun sjávar, er fluttur frá samgönguráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 13. gr.


    Yfirstjórn laga um eiturefni og hættuleg efni, nr. 52 18. maí 1988, er flutt frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 14. gr.


    Yfirstjórn laga um geislavarnir, nr. 117 24. júlí 1985, er flutt frá heilbrigðisráðuneyti til umhverfisráðuneyti.

Um 15. gr.


    Yfirstjórn laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52 29. maí 1989, er flutt frá iðnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 16. gr.


    Yfirstjórn skipulagslaga, nr. 19 21. maí 1954, er flutt frá félagsmálaráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 17. gr.


    Yfirstjórn byggingarlaga, nr. 54 16. maí 1978, er flutt frá félagsmálaráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 18. gr.


    Yfirstjórn Veðurstofu Íslands samkvæmt lögum nr. 30 7. júní 1985 er flutt frá samgönguráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 19. gr.


    Yfirstjórn samkvæmt lögum um Landmælingar Íslands, nr. 31 7. júní 1985, er flutt frá samgönguráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 20. gr.


    Yfirstjórn laga um almennar náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands, nr. 48 18. maí 1965, er flutt frá menntamálaráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Um 21. gr.


    Yfirstjórn friðlýsingar húsa samkvæmt þjóðminjalögum, nr. 88 29. maí 1989, er flutt frá menntamálaráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Orðalagi í V. kafla þjóðminjalaga er af þessum sökum breytt.

Um 22. gr.


    Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. janúar 1990 er umhverfisráðuneyti tekur til starfa.