Ferill 137. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 137 . mál.


Sþ.

620. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Hreggviðs Jónssonar um kaup ríkisins á fasteignum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.     Hvaða fasteignir hafa verið keyptar samkvæmt heimildum í fjárlögum fyrir árið 1989?
2.     Hvaða fasteignir hefur ríkið keypt án heimilda í fjárlögum 1989 það sem af er þessu ári?
3.     Hvert er kaupverð og lánakjör við kaup þessara eigna og hverjir eru seljendur þeirra og til hvaða nota eru þessar fasteignir ætlaðar?


    Til svars fyrirspurn þessari er eftirfarandi yfirlit yfir fasteignaviðskipti á vegum ríkisins árið 1989. Yfirlit þetta spannar einnig sölu eigna á umræddu tímabili þó að ekki sé spurt um þann þátt fasteignaviðskipta ríkisins í fyrirspurninni.
    Af samantekt þessari má sjá að umrætt tímabil hefur ríkissjóður keypt 13 fasteignir víðs vegar á landinu. Heildarkaupverð þeirra nemur um 395 millj. kr. Á sama tíma hefur ríkissjóður selt 7 eignir fyrir um 42 millj. kr.
    Greiðslukjör í umræddum viðskiptum hafa yfirleitt verið í takt við lögmál fasteignamarkaðarins hverju sinni. Frá þessu eru þó frávik því að dæmi eru þess að ríkissjóður hafi boðið rýmilegar útborganir eða jafnvel staðgreiðslu kaupverðs og nafnverð fasteignar lækkað verulega af þeim sökum til hagsbóta fyrir ríkissjóð.
    Að gefnu tilefni skal tekið fram að af umræddum 20 fasteignum var ein eign seld og þrjár keyptar með samþykki fjármálaráðherra og fyrirvara um samþykki Alþingis. Í fjárlögum fyrir árið 1990 er að finna heimildir fyrir fjármálaráðherra til staðfestingar á þeim fasteignaviðskiptum.
    Að lokum skal áréttað að yfirlit þetta tekur eingöngu til fasteigna sem keyptar hafa verið eða seldar á vegum eða í samráði við fjármálaráðuneytið.


(Texti er ekki til tölvutækur.)