Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 370 . mál.


Nd.

634. Breytingartillaga



við frv. til l. um ráðstafanir vegna kjarasamninga.

Frá Hreggviði Jónssyni og Inga Birni Albertssyni.



    Á eftir 5. gr. frumvarpsins komi ný grein er orðist svo:
a.    Á eftir 3. mgr. 3. gr. laganna komi tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
         Sveitarstjórn er óheimilt að leggja nokkur önnur gjöld á fasteign, svo sem lóðarleigu, vatnsskatt, holræsagjald, sorphreinsunargjald og tunnuleigu, þannig að heildarupphæð gjalda á fasteignina miðað við fasteignamat til álagningar verði hærri í hundraðshlutum en ákvæði a- og b-liðar 3. mgr. kveða á um, sbr. þó 4. mgr.
         Þá er sveitarstjórn skylt að tilgreina hlutfall álagðs fasteignaskatts á fasteignaseðli og hlutfall hvers annars gjalds miðað við fasteignamat og jafnframt heildarhlutfall samanlagðra álagðra gjalda.
b.    Við 4. mgr. (sem verður 6. mgr.) bætist svohljóðandi málsliður: Þá er sveitarstjórn og heimilt, þegar sérstaklega stendur á, að hækka hundraðshlutana í 3. mgr. um 50%, enda sé ákvörðun um slíkt borin undir íbúa viðkomandi sveitarfélags í almennri atkvæðagreiðslu.