Ferill 114. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 114 . mál.


Nd.

649. Nefndarálit



um frv. til l. um lyfjafræðslunefnd.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið um það umsagnir frá Apótekarafélagi Íslands, Lyfjaeftirliti ríkisins, lyfjafræðideild Háskóla Íslands, Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfjanefnd.
    Nefndin getur fallist á þá hugsun sem býr að baki tillögunni, um að efla lyfjafræðslu, en telur hins vegar að ná megi árangri í lyfjafræðslustarfi án þess að stofna sérstaka lyfjafræðslunefnd og telur eðlilegra, einfaldara og sennilega mun ódýrara að slíkt fræðslustarf verði á vegum einhverrar stofnunar sem þegar starfar á sviði lyfjamála. Nefndin leggur því til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 21. febr. 1990.



Jón Sæmundur Sigurjónsson,


form., frsm.


Anna Ólafsdóttir Björnsson,


fundaskr.


Geir H. Haarde.


Geir Gunnarsson.


Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.


Guðmundur G. Þórarinsson.


Ragnhildur Helgadóttir.