Ferill 399. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 399 . mál.


Sþ.

695. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um hagsmunaárekstra í stjórnum peningastofnana ríkisins.

Frá Þórhildi Þorleifsdóttur.



1.     Hverjir þeirra sem sitja í stjórnum peningastofnana ríkisins, sbr. þskj. 550 á þessu þingi, eiga jafnframt verulegan hlut í, vinna hjá eða sitja í stjórnum fjármála- og atvinnufyrirtækja sem eiga mikil viðskipti við peningastofnanir ríkisins eða eru í samkeppni við þær?
2.     Hvernig er háttað eftirliti ráðuneytisins með því að ekki eigi sér stað hagsmunaárekstrar í þeim stjórnum peningastofnana sem undir það heyra? Hvernig skilgreinir ráðuneytið „hagsmunaárekstur“? Hefur það sett einhverjar reglur til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra eða ríkja einhverjar vinnuvenjur þar að lútandi í ráðuneytinu? Hve oft hefur það gert athugasemdir um hættu á hagsmunaárekstrum í stjórnum peningastofnana á undanförnum fimm árum?
3.     Óskað er sömu upplýsinga og tilgreindar eru í 2. tölul. um bankaeftirlitið, bankaráðin og stjórnir sparisjóða, eftir því sem við á.



Skriflegt svar óskast.