Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 128 . mál.


Nd.

869. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 47 16. apríl 1971, um náttúruvernd, lögum nr. 20 30. apríl 1986, um Siglingamálastofnun ríkisins, og ýmsum lögum er varða yfirstjórn umhverfismála.

(Eftir 2. umr. í Nd., 4. apríl.)



1. gr.

    Við 7. gr. laga nr. 47 16. apríl 1971, um náttúruvernd, sbr. lög nr. 29 10. maí 1989, bætast þrjár nýjar málsgreinar er orðist svo:
    Ráðið skal ásamt Landgræðslu ríkisins vinna að gróðurvernd og hafa eftirlit með ástandi gróðurs. Getur ráðið falið gróðurverndunarnefndum slíkt eftirlit.
    Ráðið skal ásamt Skógrækt ríkisins vinna að verndun og eftirliti með náttúrulegum birkiskógum og skógum til útivistar.
    Umhverfisráðherra getur, að fengnum tillögum Náttúruverndarráðs og í samráði við landbúnaðarráðherra, ákveðið friðunar- og uppgræðsluaðgerðir á sviði gróður- og skógverndar skv. 5. og 6. mgr.

2. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 2., 6., 9. gr., 1. og 2. mgr. 17. gr., 3. mgr. 21. gr., 32., 33., 35. gr. og 4. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd, nr. 47 16. apríl 1971, komi: umhverfisráðuneyti, og í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 6. gr. sömu laga komi: umhverfisráðherra.

3. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 1. og 2. mgr. 4. gr. og 5. gr. laga um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, nr. 36 2. maí 1974, komi: umhverfisráðuneyti.

4. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 2. mgr. 9. gr. og í 3. mgr. 17. gr. laga um dýravernd, nr. 21 13. apríl 1957, komi: umhverfisráðherra.
    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 2. og 3. mgr. 4. gr., 2. og 3. mgr. 12. gr., 1. og 2. mgr. 17. gr. og í 1. mgr. 21. gr. sömu laga komi: umhverfisráðuneyti.

5. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 1. og 2. mgr. 7. gr. laga um fuglaveiðar og fuglafriðun, nr. 33 26. apríl 1966, komi: umhverfisráðuneyti.

6. gr.

    Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 1. og 7. gr. laga um eyðingu svartbaks, nr. 50 18. maí 1965, komi: umhverfisráðuneytis.

7. gr.


    1. gr. laga um eyðingu refa og minka, nr. 52 5. júní 1957, orðist svo:
    Umhverfisráðuneytið fer með yfirstjórn mála er varða eyðingu refa og minka. Skipar umhverfisráðherra veiðistjóra er hafa skal sérmenntun á sviði náttúrufræði sem nýtist honum í starfi. Kostnaður við embætti veiðistjóra greiðist úr ríkissjóði.
    Heimilt er ráðherra að fela veiðistjóra önnur störf er miða að stjórn á stærð villtra dýrastofna.
    Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 9. gr. sömu laga komi: umhverfisráðherra.
    Í stað orðanna „stjórnar Búnaðarfélags Íslands“ í 11. gr. sömu laga komi: umhverfisráðuneytis.
    Brott falli síðari málsgrein 13. gr. sömu laga.
    Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytið“ í 1. mgr. 14. gr. sömu laga komi: umhverfisráðuneytið.
    Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneyti“ í síðari málsgrein 15. gr. sömu laga: umhverfisráðuneyti.

8. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti“ í 1. mgr. 4. gr. laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 81 3. ágúst 1988, komi: umhverfisráðuneyti.
    Í stað orðsins „heilbrigðismálaráðherra“ í 3. mgr. 5. gr. sömu laga komi: umhverfisráðherra.

9. gr.

    Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 3. og 4. mgr. 4. gr., 4. mgr. 6. gr., 4. mgr. 7. gr., 2. mgr. 8. gr., 9. gr., 1., 4. og 5. mgr. 10. gr., 12. gr., 19. gr., 22. gr., 1., 3. og 4. mgr. 23. gr., 2. mgr. 24. gr., 1. mgr. 26. gr., 5. og 6. mgr. 29. gr. og 32. gr. laga um varnir gegn mengun sjávar, nr. 32 5. maí 1986, komi: umhverfisráðherra.

10. gr.

    Í stað orðanna „ráðherra siglingamála“ í 4. gr. laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu, nr. 14 4. apríl 1979, komi: ráðherra umhverfismála.

11. gr.

    Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. gr. laga um bann við losun hættulegra efna í sjó, nr. 20 21. apríl 1972, komi: umhverfisráðherra.

12. gr.

    Við 1. gr. laga um Siglingamálastofnun ríkisins, nr. 20 30. apríl 1986, bætist: Umhverfisráðherra fer þó með yfirstjórn mála er falla undir 7. tölul. 2. gr. laga þessara.

13. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 23. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni, nr. 52 18. maí 1988, komi: umhverfisráðherra.

14. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 4. og 22. gr. laga um geislavarnir, nr. 117 24. júlí 1985, komi: umhverfisráðherra.

15. gr.

    Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í 1. og 2. mgr. 4. gr. laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52 29. maí 1989, komi: umhverfisráðherra.

16. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 1. gr. skipulagslaga, nr. 19 21. maí 1964, komi: umhverfisráðuneytið.

17. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðuneyti“ í 3. mgr. 1. gr., 3. gr., 4. gr., 5. gr. og í 2. mgr. 6. gr. byggingarlaga, nr. 54 16. maí 1978, komi: umhverfisráðuneyti.
    Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 7. og 8. mgr. 8. gr., 2. mgr. 12. gr. og í 1. mgr. 32. gr. sömu laga komi: umhverfisráðherra.

18. gr.

    Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laga um Veðurstofu Íslands, nr. 30 7. júní 1985, komi: umhverfisráðherra.

19. gr.

    Í stað orðsins „samgönguráðuneyti“ í 1. gr. og 3. mgr. 9. gr. laga um Landmælingar Íslands, nr. 31 7. júní 1985, komi: umhverfisráðuneyti.
    Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 3. mgr. 9. gr. sömu laga komi: umhverfisráðherra.

20. gr.

    Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 1. gr. laga um almennar náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands, nr. 48 18. maí 1965, komi: umhverfisráðherra.

21. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Fyrir 1. nóvember 1990 skal umhverfisráðherra í samráði við landbúnaðarráðuneyti beita sér fyrir endurskoðun á lögum um Landgræðslu ríkisins, nr. 17/1965, og Skógrækt ríkisins, nr. 3/1955, með síðari breytingum.