Ferill 153. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 12/112.

Þskj. 880  —  153. mál.


Þingsályktun

um könnun á fjölþættum möguleikum Bláa lónsins við Svartsengi.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera könnun á möguleikum á uppbyggingu við Bláa lónið við Svartsengi með það að markmiði að nýta þá möguleika sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Einkum skal beint sjónum að hvernig megi nýta lækningamátt lónsins fyrir Íslendinga og útlendinga, svo og að fyrirhuguð starfsemi tengist ferðamannaþjónustu almennt.
    Við þetta starf verði haft náið samstarf við Hitaveitu Suðurnesja, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Grindavíkurbæ, Ferðamálasamtök Suðurnesja, landlæknisembættið, Samtök psoriasis- og exemsjúklinga og aðra þá sem málinu kunna að tengjast.

Samþykkt á Alþingi 5. apríl 1990.