Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 436 . mál.


Ed.

1008. Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk um það umsagnir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, bæjarstjórn Akraness, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Starfsmannafélagi Sementsverksmiðju ríksins, stjórn Sementsverksmiðju ríkisins og Vinnuveitendasambandi Íslands. Þá komu á fund nefndarinnar Halldór J. Kristjánsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, og Sigurgeir Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingartillagan er flutt að ósk bæjarstjórnar Akraness.
    Eyjólfur Konráð Jónsson var fjarverandi afgreiðslu málsins.

Alþingi, 24. apríl 1990.



Karl Steinar Guðnason,


form., frsm.


Guðrún Agnarsdóttir,


fundaskr.


Þorv. Garðar Kristjánsson,


með fyrirvara.


Jón Helgason.


Margrét Frímannsdóttir.


Stefán Guðmundsson.