Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 128 . mál.


Nd.

1246. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 47 16. apríl 1971, um náttúruvernd, lögum nr. 20 30. apríl 1986, um Siglingamálastofnun ríkisins, og ýmsum lögum er varða yfirstjórn umhverfismála.

Frá forsætisráðherra.



1.     Við 8. gr. Greinin orðist svo:
             Fyrri málsgrein 4. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, orðist svo:
             Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum, annarra en mengunarvarnamála sem heyra undir umhverfisráðherra.
             Í stað orðanna „heilbrigðisráðherra staðfestir“ í 3. mgr. 5. gr. sömu laga komi: heilbrigðisráðherra að því er varðar 2. gr. og umhverfisráðherra að því er varðar 3. gr. staðfesta.
2.     13. og 14. gr. falli brott.
3.     Á eftir 20. gr. (er verður 18. gr.) komi ný grein, 19. gr., er orðist svo:
             Forsætisráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um yfirstjórn Hollustuverndar ríkisins og Siglingamálastofnunar ríkisins.
4.     Við 21. gr. (verður 20. gr.). Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó öðlast 14. og 15. gr. ekki gildi fyrr en 1. janúar 1991.
5.     Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
    1.     Umhverfisráðherra skal á næsta haustþingi leggja fram frumvarp til laga um umhverfisvernd og umhverfisverndarstofnun. Í því skal m.a. ákveðið skipulag mengunar- og geislavarna á landi, í lofti og sjó.
    2.     Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins skulu, þrátt fyrir ákvæði 1. gr., starfa óbreytt þar til lög um þær stofnanir hafa verið endurskoðuð.
    3.     Fyrir 1. nóvember 1990 skal forsætisráðherra leggja fyrir Alþingi frumvarp eða frumvörp til laga sem feli í sér niðurstöðu endurskoðunar á þeim lögum sem upp eru talin hér á eftir. Þar verði jafnframt ákveðin nánar einstök verkefni og stofnanir umhverfisráðuneytis sem eftirtalin lög fjalla um:
            3.1.     Lög um Landgræðslu ríkisins, nr. 17/1965, og Skógrækt ríkisins, nr. 3/1955, með síðari breytingum.
              3.2.     Lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 81/1988, lög um eiturefni og hættuleg efni, nr. 52/1988, og lög um Geislavarnir ríkisins, nr. 117/1985.
              3.3.     Lög um Siglingamálastofnun ríkisins, nr. 20/1986, lög um varnir gegn mengun sjávar, nr. 32/1986, lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd alþjóðasamning gegn mengun sjávar af völdum olíu, nr. 14/1979.
              3.4.     Lög um bann við losun hættulegra efna í sjó, nr. 20/1972.