Ferill 140. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 140 . mál.


Sþ.

166. Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Unnars Þórs Böðvarssonar um nefnd á vegum Byggðastofnunar um atvinnu - og byggðamál í uppsveitum Árnessýslu austan Brúarár.



    Fyrirspurnin er svohljóðandi:

     Hverjir skipa nefnd þá á vegum Byggðastofnunar sem falið var að gera úttekt og tillögur í atvinnu - og byggðamálum í Biskupstungnahreppi, Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Skeiðahreppi?
     Hvenær var nefndin skipuð?
     Hversu marga fundi hefur nefndin haldið?
     Hvenær má ætla að nefndin skili áliti?


    Leitað var upplýsinga hjá Byggðastofnun og fer svar hennar hér á eftir:
    Nefnd sú sem fyrirspyrjandi óskar upplýsinga um er starfshópur sem settur var á laggirnar að beiðni oddvita fjögurra hreppa í uppsveitum Árnessýslu. Sú beiðni barst stofnuninni 1. desember 1987. Þá stóðu yfir umræður um eflingu atvinnulífs með aukningu hlutafjár í Límtré hf. sem er sameiginlegt fyrirtæki hreppanna þar efra. Byggðastofnun er luthafi í því félagi og hafði lýst áhuga á að selja hlutabréf sín, enda fyrirtækið í góðrum rekstri og eftirspurn eftir bréfunum. Sveitarstjórnirnar vildu ekki að stofnunin gerði það og fóru jafnframt fram á að stofnunin gerði það og fóru jafnframt fram á að stofnunin gerði byggðaáætlun fyrir svæðið. Byggðastofnun svaraði beiðni byggðastjórnanna með bréfi dags. 16. febrúar 1988. Þar er sveitarstjórnunum boðið að skipa fulltrúa í starfshóp til að vinna að þessu verkefni. Sá hópur hittist tvisvar. Lagði fulltrúi Byggðastofnunar þar fram ýmis gögn um svæðið og fóru fram umræður á grundvelli þeirra.
    Að umræðunum loknum dagaði þetta starf uppi. Ekki var leitað eftir frekari vinnu af hálfu heimaaðila. Byggðastofnun hefur stutt atvinnueflingu á svæðinu, m.a. með því að leggja fram 13 millj. kr. hlutafé í Límtré hf. til að auðvelda stofnun Yleininga hf. í Biskupstungum. Vegna þess að enn brýnni vekrefni lágu fyrir í öðrum landshlutum, og starfslið var ekki nægilegt, var verkinu ekki haldið áfram að svo komnu máli.
    Svör Byggðastofnunar við einstökum töluliðum fyrirspurnarinnar fara hér á eftir:
     Starfshópur þessi starfaði sameiginlega á vegu Byggðastofnunar og sveitarstjórnanna í fjórum hreppum í uppsveitum Árnessýslu. Fulltrúar í starfshópnum voru: Frá Gnúpverjahreppi Jón Ólafsson, frá Hrunamannahreppi Ágúst Sigurðsson, frá Skeiðahreppi Sveinn Ingvarsson og frá Biskupstungnahreppi Þorfinnur Þórarinsson. Fulltrúi Byggðastofnunar var Sigurður Guðmundsson.
     Starfshópurinn var ekki skipaður en hann tók til starfa snemma árs 1988.
     Starfshópurinn hélt tvo fundi.
     Ekki að svo komnu máli fyrirhugað að starfshópurinn skili áliti.