Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 297 . mál.


Sþ.

532. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um undirbúning vegna álbræðslu.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     Hver er orðinn heildarkostnaður við undirbúning Atlantal-álbræðslu frá því samningur um hagkvæmnikönnun var undirritaður 4. júlí 1988:
         
    
     á vegum iðnaðarráðuneytis,
         
    
     á vegum Landsvirkjunar,
         
    
     á vegum markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar?
     Hversu miklu fjármagni hefur Landsvirkjun þegar varið til einstakra þátta eða ákveðið ráðstöfun á til undirbúnings virkjana og stofnlína á grundvelli heimilda í lögum nr. 74/1990?
     Hvaða verksamningar hafa verið gerðir eða eru í undirbúningi á vegum Landsvirkjunar vegna virkjanaundirbúnings í þágu Atlantal-álbræðslu? Óskað er eftir yfirliti um hvern verksamning eða tilboð, umsamið verð eða kostnaðaráætlun eftir því á hvaða stigi útboð er.
     Hvaða fyrirvarar eru í verksamningum með tilliti til þess að samningar verði ekki gerðir um álbræðslu eða upphaf framkvæmda frestist frá því sem iðnaðarráðuneyti og Landsvirkjun hafa lagt til grundvallar í áætlunum?

    Beðið er um kostnaðartölur á verðlagi hvers tíma og færðar til verðlags í ársbyrjun 1991.


Skriflegt svar óskast.