Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 269 . mál.


Sþ.

581. Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Hreggviðs Jónssonar um fjármál embættis húsameistara ríkisins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða fjárgreiðslur hafa runnið til embættis húsameistara ríkisins árin 1985 1990:
         
    
     úr ríkissjóði,
         
    
     frá öðrum aðilum?
     Hverjir hafa fengið fjárgreiðslur frá embætti húsameistara ríkisins árin 1985 1990:
         
    
     laun og aðrar launatengdar greiðslur,
         
    
     greiðslur til aðila utan embættisins og þá vegna hvaða verkefna?

    Leitað var upplýsinga embættis húsameistara ríkisins og fer svar þess hér á eftir:

    1.a. Fram til ársins 1987 er greiddur óverulegur og minnkandi mismunur (heildargjöld eigin tekjur) úr ríkissjóði vegna reksturs embættisins, m.a. vegna þeirrar þjónustu embættisins sem ekki var innheimt fyrir.
    Frá og með árinu 1988 er síðan hagnaður af rekstrinum, þ.e. embættið stendur sjálft undir öllum sínum rekstri en greiðir tekjuafgang í ríkissjóð, sbr. töflu A3.










    1.b. Sértekjur embættisins koma frá ýmsum ráðuneytum og ríkisstofnunum vegna hönnunarstarfa sem unnin eru fyrir viðkomandi. Þessar tekjur eru skráðar undir töflu A2 hér að ofan. Aðrar greiðslur renna ekki til embættisins.

    2.a. Laun til starfsmanna greidd af ríkisféhirði.










    2.b. Greiðslur til aðila utan embættisins eru engar aðrar en fyrir innkaup á vörum, þjónustu, húsaleigu o.þ.h. Öll laun vegna verkefna eru samkvæmt töflu B2 hér að ofan.