Ferill 362. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 362 . mál.


Sþ.

636. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um lagningu háspennulínu frá Fljótsdal til Norðurlands.

Frá Jóni Kristjánssyni.



     Hvernig var háttað undirbúningi ákvarðanatöku um hönnun háspennulínu frá væntanlegri Fljótsdalsvirkjun til Eyjafjarðar og samráði við Náttúruverndarráð og náttúruverndarsamtök þeirra landshluta, sem línan liggur um, vegna þessarar framkvæmdar?
     Eru áform hjá Landsvirkjun um að endurskoða ákvörðun um línustæði sunnan Herðubreiðar?
     Hver er kostnaðarmunur á lagningu háspennulínu sunnan Herðubreiðar eða á línustæði norðar sem næst núverandi byggðalínu?
     Hvað er lagning vega áætlaður stór hluti af kostnaði við línulögnina?



Skriflegt svar óskast.