Ferill 364. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 364 . mál.


Sþ.

641. Fyrirspurn



til forsætisráðherra um opinbera aðstoð til skreiðarframleiðenda vegna Nígeríuviðskipta.

Frá Karli Steinari Guðnasyni.



     Hafa skreiðarframleiðendur fengið beinar greiðslur úr ríkissjóði? Ef svo er, hvað eru upphæðir háar og hvenær voru þær greiddar?
     Hafa lán skreiðarframleiðenda verið felld niður? Ef svo er, hvað er um háar upphæðir að ræða og hvenær voru þau lán felld niður?
     Hafa vextir skreiðarframleiðenda verið felldir niður? Hvaða upphæðir er um að ræða og á hvaða tímabili?
     Hver hefur „opinber aðstoð“ verið við þá framleiðendur sem ekki skulduðu afurðalán vegna skreiðarframleiðslu árin 1983 1984 eða hafa fyrir löngu greitt þau lán sjálfir?
     Hvenær var hætt að taka sérstakan „gengismun“ af skreið samkvæmt lögum um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum, nr. 71 30. maí 1984?


Skriflegt svar óskast.