Ferill 364. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 364 . mál.


Sþ.

964. Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Karls Steinars Guðnasonar um opinbera aðstoð til skreiðarframleiðenda vegna Nígeríuviðskipta.

    Leitað var upplýsinga um þetta mál hjá Ríkisendurskoðun, sjávarútvegsráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Seðlabanka Íslands, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.

     1.     Hafa skreiðarframleiðendur fengið beinar greiðslur úr ríkissjóði? Ef svo er, hvað eru upphæðir háar og hvenær voru þær greiddar?

    Skreiðarframleiðendur hafa ekki fengið beinar greiðslur úr ríkissjóði.

     2.     Hafa lán skreiðarframleiðenda verið felld niður? Ef svo er, hvað er um háar upphæðir að ræða og hvenær voru þau lán felld niður?

    Útvegsbanki Íslands hefur einungis afskrifað afurðalán út á skreið vegna gjaldþrota þeirra fyrirtækja sem í hlut áttu. Sama gildir um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Seðlabanki Íslands færði á sérstakan afskriftareikning á árinu 1989 38.734.000 kr. (núvirt miðað við gengi SDR) sem þá voru eftirstöðvar afurðalána vegna skreiðarviðskipta. Um aðra banka og lánastofnanir er ókunnugt.

     3.     Hafa vextir skreiðarframleiðenda verið felldir niður? Hvaða upphæðir er um að ræða og á hvaða tímabili?

    Seðlabanki Íslands hafði endurkeypt 460 millj. kr. af lánum út á skreið er endurkaupum var hætt í apríl 1985. Þar á meðal voru endurkeyptar skreiðarskuldir vegna Nígeríuviðskipta frá árunum 1981 1983. Voru þær þá færðar á biðreikning í íslenskum krónum en höfðu verið í erlendri mynt.
    Skuldirnar voru fyrst færðar á almennum sparisjóðsvöxtum en voru vaxtalausar frá ársbyrjun 1985. Þessi eftirgjöf nemur nú 917.018.000 kr. á núvirði miðað við gengisþróun SDR.
    Upphæðirnar skiptast svo í vexti, gengismun og höfuðstól (upphæðir eru í krónum):

    Eftirgefnir vextir
324.025.000

    Eftirgefinn gengismunur
554.260.000

    Höfuðstóll færður á afskriftareikning38.734.000

    917.018.000
    Upphæðir skiptust svo á tímabil:

Núvirt upph.

      Ár.
m.v. gengi SDR.

    1981     Hlutdeild skreiðar í endurgr. á gengisuppf. og vöxtum
147.092.000

    1984 (nóv.)     Hlutd. skreiðar í endurgr. gengismun vegna gengisbr.
235.605.000

    1984     Eftirgjöf á gengismun fram til gengisbr. í nóvember
171.566.000

    1985     Eftirgefnir vextir
166.930.000

    1986     Eftirgefnir vextir
103.942.000

    1987     Eftirgefnir vextir
42.319.000

    1988     Eftirgefnir vextir
10.834.000

    1989     Lokaeftirstöðvar
38.734.000


         Samtals
917.018.000


    Þó að eftirgjöfin hafi verið til einstakra viðskiptabanka sem Seðlabankinn hafði endurkeypt afurðalán af þá varð að samkomulagi að viðskiptabankarnir ráðstöfuðu hinum eftirgefnu fjárhæðum til þeirra viðskiptamanna sem afurðalánin skulduðu.

     4.     Hver hefur „opinber aðstoð“ verið við þá framleiðendur sem ekki skulduðu afurðalán vegna skreiðarframleiðslu árin 1983 1984 eða hafa fyrir löngu greitt þau lán sjálfir?

    Um sértækar aðgerðir af hálfu hins opinbera til aðstoðar þeim framleiðendum sem ekki skulduðu afurðalán vegna skreiðarframleiðslu árin 1983 1984 hefur ekki verið að ræða. Hins vegar greiddi Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins út jafnt til skuldugra sem skuldlausra skreiðarframleiðanda 654.061.754 kr. á árunum 1983 1990 og var reglum sjóðsins breytt í því skyni. Upphæðirnar skiptast svo á einstök ár (núvirt miðað við gengi SDR, upphæðir eru í krónum):

    1983
304.186.320

    1984
310.087.098

    1985
28.288.336

    1990
11.500.000


    
654.061.754


    5.     Hvenær var hætt að taka sérstakan „gengismun“ af skreið samkvæmt lögum um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum, nr. 71 30. maí 1984?


    1. janúar 1986.