Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 99 . mál.


102. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um orkuverð frá Landsvirkjun.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



    Hve mikið hefur orkuverð frá Landsvirkjun hækkað frá upphafi árs 1990 og til þessa dags?
    Hve mikið hefur innlent verðlag hækkað á sama tíma?
    Hver hefur breyting meðalgengis orðið á þessum tíma?
    Hefur verið reynt að meta hvaða áhrif þróun orkuverðsins hefur haft á lífskjör og hvort hún verði til þess að treysta forsendur nýrra kjarasamninga?