Ferill 44. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 44 . mál.


132. Nefndarálit



um frv. til l. um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur rætt um frumvarpið sem fjallar um eina af tekjuöflunarleiðum ríkissjóðs. Í tólf ár hefur þessi skattur verið á lagður og er frumvarpið samhljóða lögum nr. 110/1990 sem skattheimta yfirstandandi árs byggist á.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt. Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja breytingartillögur við frumvarpið eða fylgja þeim sem fram kunna að koma.
    Halldór Ásgrímsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. nóv. 1991.



Matthías Bjarnason,

Steingrímur J. Sigfússon,

Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm., með fyrirvara.

með fyrirvara.

með fyrirvara.



Magnús Jónsson.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson,

Kristín Ástgeirsdóttir,


með fyrirvara.

með fyrirvara.



Vilhjálmur Egilsson,


með fyrirvara.