Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 189 . mál.


274. Nefndarálit



frv. til l. um aukatekjur ríkissjóðs.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Á fund hennar komu Indriði H. Þorláksson, Snorri Olsen og Jón Ragnar Blöndal frá fjármálaráðuneytinu og Ari Edwald frá dómsmálaráðuneytinu.
    Nefndin leggur til að nokkrar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Varða þær allar atriði sem áttu upphaflega að vera í frumvarpinu en höfðu fallið út á vinnslustigi þess. Veigamesta breytingin lýtur að því að við bætist ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um að ákvæði frumvarpsins, sem varða sýslumenn, skulu gilda um bæjar- og borgarfógeta fram til 1. júlí 1992 er lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði ganga í gildi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Geir H. Haarde tók þátt í afgreiðslu málsins í fjarveru Matthíasar Bjarnasonar, sbr. 3. mgr. 17. gr. þingskapa.

Alþingi, 16. des. 1991.



Rannveig Guðmundsdóttir,

Halldór Ásgrímsson,

Vilhjálmur Egilsson.


varaform., frsm.

með fyrirvara.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Ingi Björn Albertsson.

Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.

með fyrirvara.



Jóhannes Geir Sigurgeirsson,

Geir H. Haarde.

Sólveig Pétursdóttir.


með fyrirvara.