Ferill 63. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 63 . mál.


278. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 43 4. júní 1985, um Verðlagsráð sjávarútvegsins.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarp þetta sem felur í sér að dregið verði úr hlutverki Verðlagsráðs sjávarútvegsins í áföngum og frjálsræði við ákvarðanir á verði fersks sjávarafla verði aukið að sama skapi. Nefndin hefur fengið umsagnir um frumvarpið frá Fiskifélagi Íslands, Samtökum fiskvinnslustöðva, Sjómannasambandi Íslands, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðenda, Vélstjórafélagi Íslands og Íslenskum sjávarafurðum hf. Allir umsagnaraðilar taka jákvæða afstöðu til frumvarpsins að undanskildum Íslenskum sjávarafurðum hf.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Guðjón Guðmundsson tók þátt í afgreiðslu málsins í fjarveru Matthíasar Bjarnasonar, sbr. 3. mgr. 17. gr. þingskapa.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi, sbr. 1. mgr. 14. gr. þingskapa.
    Stefán Guðmundsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. des. 1991.



Össur Skarphéðinsson,

Guðjón Guðmundsson.

Guðmundur Hallvarðsson.


varaform., frsm.



Vilhjálmur Egilsson.

Árni R. Árnason.

Halldór Ásgrímsson,


með fyrirvara.



Jóhann Ársælsson,

Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.

með fyrirvara.