Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 167 . mál.


353. Breytingartillaga



við frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (RG, SP, IBA, VE,

GAK).

    Við 28. gr. Við greinina bætist nýr málsliður er orðist svo: Þar af skulu 14.000 þús. kr. renna til norræns kvikmyndaverkefnis.

Greinargerð.


    Í 28. gr. frumvarpsins er lagt til að framlag ríkissjóðs til Kvikmyndasjóðs nemi eigi hærri fjárhæð en 91.500 þús. kr. á árinu 1992. Í breytingartillögu þessari er lagt til að 14.000 þús. kr. af framlaginu renni til norræns kvikmyndaverkefnis.
    Við 2. umr. um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1992 kom fram í máli formanns fjárlaganefndar að nefndin hefði fallist á að veita til norræns kvikmyndaverkefnis þá fjárhæð sem hér er gerð tillaga um og skyldi hún tekin af 91.500 þús. kr. fjárveitingu til Kvikmyndasjóðs.