Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 167 . mál.


384. Breytingartillögur



við frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum fyrir árið 1992 og brtt. á þskj. 286.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (RG, SP, IBA, VE, EKG).



    1. efnismgr. 3. gr. orðist svo:
                  Greiðslur ríkissjóðs, sbr. 75. gr., skulu miðast við 22 nemendur í 1. og 2. bekk og 28 nemendur í 3.–10. bekk skólaárið 1992–1993. Þegar sérstaklega stendur á getur fræðslustjóri ákveðið fjölgun um allt að tvo nemendur í bekkjardeild.
    Á undan 15. gr. komi sex nýjar greinar er orðist svo:
         
    
    (13. gr.)
                            Eftirtaldar breytingar verða á 11. gr. laganna:
                   a.         1. og 2. mgr. orðast svo:
                                 Rétt til ellilífeyris eiga þeir sem eru 67 ára eða eldri og átt hafa lögheimili hér á landi a.m.k. þrjú almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs. Fullur ellilífeyrir, 145.476 kr., greiðist þeim einstaklingum sem átt hafa lögheimili hér á landi a.m.k. 40 almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs, sbr. þó 2. mgr. Sé um skemmri tíma að ræða greiðist ellilífeyrir í hlutfalli við lögheimilistímann.
                                 Ellilífeyri skal skerða ef árstekjur einstaklinga eða hjóna hvors um sig eru hærri en 790.160 kr. Ef tekjur eru umfram umrædd mörk skal skerða ellilífeyri um 25% þeirra tekna sem umfram eru uns hann fellur niður. Til tekna í þessu sambandi teljast hvorki bætur almannatrygginga né tekjur úr lífeyrissjóðum. Skerðing samkvæmt þessari málsgrein skal þó aldrei ná til þess hluta ellilífeyris sem einstaklingur á rétt á vegna frestunar á töku ellilífeyris sem ákveðin var fyrir 1. janúar 1992.
                  b.         3. og 5. mgr. falla brott.
         
    
    (14. gr.)
                            Á 12. gr. laganna verða eftirtaldar breytingar:
                  a.         5. mgr. orðast svo:
                                 Fullur árlegur örorkulífeyrir skal vera 145.476 kr. og greiðist hann eftir sömu reglum og ellilífeyrir, sbr. þó 6. mgr. Við ákvörðun lögheimilistíma, sbr. 1. mgr. 11. gr., skal reikna með tímann fram til 67 ára aldurs umsækjanda.
                  b.         Ný málsgrein, sem verður 6. mgr., bætist við og orðast svo:
                                 Örorkulífeyri skal skerða ef árstekjur örorkulífeyrisþega eða hjóna, hvors um sig, sem bæði eru örorkulífeyrisþegar, eru hærri en 806.827 kr. Ef tekjur eru umfram umrædd mörk skal skerða örorkulífeyri um 25% þeirra tekna sem umfram eru uns hann fellur niður. Til tekna í þessu sambandi teljast hvorki bætur almannatrygginga né tekjur úr lífeyrissjóðum.
         
    
    (15. gr.)
                            Við 1. mgr. 14. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hvorki skerðingarákvæði 2. mgr. 11. gr. né 6. mgr. 12. gr. takmarka rétt til barnalífeyris.
         
    
    (16. gr.)
                            Eftirtaldar breytingar verða á 19. gr. laganna:
                  a.         1. mgr. orðast svo:
                                 Ef aðrar tekjur ellilífeyrisþega en lífeyrir almannatrygginga fara ekki fram úr 195.360 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 267.660 kr. á ári. Hafi bótaþegi hins vegar tekjur umfram 195.360 kr. á ári skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Sama gildir um hjónalífeyri eftir því sem við á.
                  b.         Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, 2. mgr., sem orðast svo:
                                 Ef aðrar tekjur örorkulífeyrisþega en lífeyrir almannatrygginga fara ekki fram úr 195.360 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 275.160 kr. á ári. Hafi bótaþegi hins vegar tekjur umfram 195.360 kr. skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Sama gildir um hjónalífeyri eftir því sem við á.
                  c.         Í stað orðanna „1. mgr.“ í 2. mgr. (sem verður 3. mgr.) kemur: 1. og 2. mgr.
                  d.         Í stað orðanna „1.–4. mgr.“ í 1. málsl. 5. mgr. (sem verður 6. mgr.) kemur:
                            1.–5. mgr.
                  e.         Í stað orðanna „3. og 4. mgr.“ í 1. málsl. 6. mgr. (sem verður 7. mgr.) kemur: 4. og 5. mgr.
                  f.         Í stað orðanna „1. mgr.“ í 2. málsl. 6. mgr. (sem verður 7. mgr.) kemur: 1. og
                            2. mgr.
                  g.         Í stað orðanna „1. mgr.“ í 7. mgr. (sem verður 8. mgr.) kemur: 1. og 2. mgr.
         
    
    (17. gr.)
                            Eftirtaldar breytingar verða á 34. gr. laganna:
                  a.         Í stað orðanna „síðustu málsgr.“ í 1. mgr. kemur: 5. mgr.
                  b.         Við 1. mgr. bætist: Skerðingarákvæði 6. mgr. 12. gr. skulu ekki taka til örorkulífeyris samkvæmt þessari grein.
         
    
    (18. gr.)
                            Eftirtaldar breytingar verða á 79. gr. laganna:
                  a.         Í stað orðanna „1. mgr. 19. gr.“ í 2. málsl. kemur: 1. og 2. mgr. 19. gr.
                  b.         Nýr málsliður bætist við greinina, svohljóðandi: Heimilt er að breyta fjárhæðum skv. 2. mgr. 11. gr., svo og 6. mgr. 12. gr., þó þannig að aldrei komi til skerðingar lífeyris samkvæmt þessum málsgreinum hjá þeim sem rétt eiga á tekjutryggingu, skertri eða óskertri, samkvæmt ákvæðum 19. gr.
    Við brtt. á þskj. 286.
         
    
    D-liður fyrri liðar 6. tölul. orðist svo:
                            Sé leitað til annarra tannlækna en skólatannlækna skal því aðeins greiða fyrir tannlækningar skv. a-lið að um það hafi verið samið. Hlutdeild sjúkratrygginga skv. b-lið fer eftir gjaldskrá sem ráðherra setur með hliðsjón af gjaldskrá fyrir skólatannlækningar eða raunverulegum kostnaði sé hann lægri.
         
    
    Við 7. tölul. Á eftir orðunum „að höfðu“ komi: nánu.
    Við brtt. á þskj. 286. B-liður 9. tölul. orðist svo:
                  Á eftir 5. mgr. 12. gr. laganna koma þrjár nýjar málsgreinar er orðast svo:
                  Sérstakt vörugjald skv. 6. tölul. 1. mgr. 11. gr. skal renna í sérstaka deild við Hafnabótasjóð. Gjaldið skal vera sem svarar 25% álagi á vörugjöld, önnur en aflagjald, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 11. gr.
                  Innheimtuaðilar vörugjalds skv. 2. tölul. 1. mgr. 11. gr. skulu innheimta og standa skil á sérstöku vörugjaldi skv. 6. tölul. 1. mgr. 11. gr.
                  Uppgjörstímabil vegna skila hafnarsjóðs á sérstöku vörugjaldi skv. 6. tölul. 1. mgr. 11. gr. skulu vera sex á ári og taka yfir tvo mánuði hvert, janúar–febrúar, mars–apríl, maí–júní, júlí–ágúst, september–október og nóvember–desember. Skiladagur skal vera 5. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Ráðherra getur kveðið nánar á um innheimtu og skil á gjaldinu og ákveðið hvernig skuli fara með vörslu og daglega afgreiðslu sérstaks vörugjalds samkvæmt lögum þessum.
    Við I. kafla frumvarpsins bætist nýr undirkafli með tveimur greinum og fyrirsögninni Um breytingu á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs. Greinarnar, er verði 34. og 35. gr., orðist svo:
         
    
    (34. gr.)
                            Á eftir VIII. kafla laganna kemur nýr kafli sem verður IX. kafli með fyrirsögninni Afgreiðslugjald skipa, með einni grein sem verður 15. gr. laganna, og breytist töluröð kafla og greina í lögunum til samræmis við það. Greinin orðast svo:
                            Fyrir að afgreiða útlend fiskiskip sem koma hingað einvörðungu vegna fiskveiða og vöru- og flutningaskip sem koma frá útlöndum og fyrir að láta af hendi þau skilríki er skipið á að fá hér á landi skal greiða 30 kr. af hverri nettórúmlest skipsins. Hálf rúmlest eða þar yfir telst heil. Af farþegaskipum skal greiða helmingi lægra gjald.
                            Gjald þetta skal greiða í fyrstu höfn er skipið tekur hér á landi, þó eigi oftar en sex sinnum á almanaksári.
                            Undanþegin afgreiðslugjaldi eru herskip, spítalaskip og skip sem leita hafnar í neyð.
         
    
    (35. gr.)
                            Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Ákvæði þessara laga, sem fjalla um fjárnám, gilda með sama hætti um lögtök til 1. júlí 1992.
    Við I. kafla frumvarpsins bætist nýr undirkafli með einni grein og fyrirsögninni Um breytingu á lögum nr. 97/1974, um eftirlit með ráðningu starfsmanna og húsnæðismálum ríkisstofnana. Greinin, er verði 36. gr., orðist svo:
                  Við 2. gr. laganna bætist ný málgrein, 2. mgr., er orðast svo:
                  Hlutaðeigandi ráðherra er þó heimilt að setja mann eða nefnd manna, um tiltekinn tíma, til að vera tilsjónarmenn stofnana, einnar eða fleiri í senn, ef sýnt þykir að kostnaður við rekstur þeirra fari fram úr þeim fjárveitingum sem fjárlög ákveða. Starfssvið tilsjónarmanna er að skipuleggja og hafa eftirlit með reikningshaldi og gerð fjárhagsáætlana stofnana og taka ákvarðanir um fjárskuldbindingar, þar á meðal um umfang starfsmannahalds, í samráði við ráðherra, eftir því sem nánar er lýst í erindisbréfi hverju sinni. Ráðherra skal enn fremur í erindisbréfi tilsjónarmanna kveða skýrt á um ábyrgðarsvið þeirra. Kostnaður við starf tilsjónarmanna greiðist af viðkomandi stofnun.
    Við brtt. á þskj. 286, c-lið 12. tölul. 2. mgr. orðist svo:
                  Sveitarfélög með 300 íbúa eða fleiri greiði 2.370 kr. á hvern íbúa, sveitarfélög með færri en 300 íbúa greiði 1.420 kr. á hvern íbúa. Miða skal við íbúafjölda 1. desember 1991.
    Við II. kafla frumvarpsins bætist ný grein er verði 60. gr. og orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 12. og 13. gr. laga nr. 90/1990, um tekjustofna sveitarfélaga, skal því 100 millj. kr. aukaframlagi í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem ákveðið var við lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1992, einungis varið til jöfnunarframlaga, sbr. 14. gr.
    Við III. kafla frumvarpsins, á undan 45. gr., bætist ný grein er verði 61. gr. og orðist svo:
                  Upphafsmálsliður 1. gr. laga nr. 80/1991, um breyting á lögum um eftirlaun til aldraðra, nr. 2 14. febrúar 1985, sbr. lög nr. 130/1989, orðast svo: Í stað lokamálsliðar 1. mgr. 6. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir er orðast svo.
    Við 45. gr. (er verði 62. gr.). 1. mgr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 13.–18. gr. öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. febrúar 1992.
    Við bætist tvö ákvæði til bráðabirgða, er verði I og II, og orðist svo:
         
    
    (I.)
                            Á meðan vextir, verðbætur og gengishagnaður eru frádráttarbærar tekjur við ákvörðun tekjuskattsstofns skulu þessar tekjur hvorki hafa áhrif á tekjur til skerðingar elli- og örorkulífeyris, sbr. 11. og 12. gr., né tekjutryggingar, sbr. 19. gr. laga um almannatryggingar.
         
    
    (II.)
                            Þeir sem ákveðið hafa frestun ellilífeyris fyrir 1. janúar 1992, sbr. 11. gr. laga nr. 67/1971, um almannatryggingar, skulu halda rétti sínum. Tryggingastofnun ríkisins skal breyta fjárhæðum vegna frestunarinnar til samræmis við breytingar sem verða á fjárhæðum bóta almannatrygginga hverju sinni. Nú andast maður sem frestað hefur töku lífeyris fram yfir 67 ára aldur fyrir 1. janúar 1992 og lætur eftir sig maka á lífi og skal þá hinn eftirlifandi maki til viðbótar eigin lífeyri eiga rétt á þeirri hækkun sem hinn látni átti rétt á vegna frestunar.