Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 217 . mál.


461. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 46 27. júní 1985, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (EgJ, ÁMM, SigG, EH, EKG).



    Á undan 1. gr. bætist við ný grein svohljóðandi:
                  Við 1. mgr. 2. gr. laganna bætast eftirfarandi orðskýringar í réttri stafrófsröð:
                  Efri og neðri mörk greiðslumarks eru leyfileg fráviksmörk framleiðslu á lögbýli frá greiðslumarki býlisins án þess að frávikið valdi breytingu á beinum greiðslum úr ríkissjóði.
                  Greiðslumark lögbýlis er tiltekið magn kindakjöts, mælt í kílógrömmum, sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli samkvæmt búvörusamningi og veitir rétt til beinnar greiðslu úr ríkissjóði.
                  Heildargreiðslumark sauðfjárafurða er tiltekið magn kindakjöts, mælt í tonnum, sem ákveðið er samkvæmt búvörusamningi með tilliti til heildarneyslu innan lands, og skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra.
    Við 2. gr.
         
    
    Í stað orðanna „verðum einstakra afurða“ í 3. málsl. efnismgr. komi: verði einstakra afurða.
         
    
    Lokamálsliður greinarinnar falli brott.
    Við 6. gr.
         
    
    Í stað orðanna „og orðist svo“ í inngangsmálsgrein greinarinnar komi: og breytist kafla- og greinatala í lögunum til samræmis við það. Kaflinn orðast svo:
         
    
    Í stað orðanna „skal laga framleiðslu“ í 1. mgr. a-liðar greinarinnar komi: skal laga fullvirðisrétt til framleiðslu.
         
    
    3. málsl. 5. mgr. a-liðar greinarinnar orðist svo: Landbúnaðarráðherra er heimilt að ákveða í reglugerð, að höfðu samráði við Stéttarsamband bænda, að niðurfærsla skuli vera mismunandi eftir landsvæðum.
         
    
    Við 2. mgr. c-liðar greinarinnar bætist nýr málsliður er orðist svo: Heimilt er að binda greiðslumark verðlagsársins 1992–1993 við tiltekinn ásetning sauðfjár á hverju lögbýli.
         
    
    Á eftir 1. málsl. 3. mgr. e-liðar greinarinnar bætist við nýr málsliður svohljóðandi: Þó er heimilt að greiða beinar greiðslur út á framleiðslu allt að efri mörkum greiðslumarks við lokauppgjör enda rúmist þær greiðslur innan heildargreiðslumarks ársins.
         
    
    Á eftir 3. málsl. 3. mgr. e-liðar greinarinnar bætist við nýr málsliður svohljóðandi: Heimilt er að víkja frá framangreindu ákvæði vegna fjárskiptasamninga á vegum sauðfjárveikivarna.
    7. gr. falli brott.
    Við 8. gr. Í stað 2. málsl. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Ákvæði 20., 21. og 36. gr., 2. mgr. 37. gr. og 38. gr. laga nr. 46/1985 falla úr gildi 1. september 1992. Eftir þann tíma skal gefa lögin út í heild að nýju með áorðnum breytingum.
    Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
                  Í stað I-liðar ákvæða til bráðabirgða koma tvö ný ákvæði er orðast svo:
        a. (I)
                  Framleiðnisjóður landbúnaðarins skal bera kostnað við sölu á kindakjöti sem fellur til haustið 1992 vegna ákvæða reglugerðar sem landbúnaðarráðherra setur skv. 5. mgr. 39. gr. laganna um mismunandi niðurfærslu eftir landsvæðum.
        b. (J)
                  Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 43. gr. laganna er landbúnaðarráðherra heimilt að fresta allt að 1 / 6 hluta greiðslna ársins 1992 til janúar–febrúar 1993 að höfðu samráði við Stéttarsamband bænda.