Ferill 33. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 33 . mál.


478. Nefndarálit



um till. til þál. um gæðamál og sölumeðferð á ferskum fiski.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið umsagnir frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Fiskifélagi Íslands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Ríkismati sjávarafurða, Samtökum fiskvinnslustöðva, Sjómannasambandi Íslands og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
    Í tillögunni er hreyft mikilsverðu og vandasömu máli sem þörf er á að athuga vegna þess samdráttar sem nú er í fiskveiðum. Finna þarf allar leiðir til þess nýta hráefnið og gera afla sem verðmætastan.
    Sjávarútvegsnefnd telur rétt að mál þetta verði tekið til ítarlegrar skoðunar í tengslum við endurskoðun á stefnu í sjávarútvegsmálum sem á að ljúka fyrir árslok 1992. Í trausti þess er lagt til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Samtaka um kvennalista, hefur setið fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti nefndarinnar. Árni R. Árnason og Guðmundur Hallvarðsson voru fjarstaddir afgreiðslu málsins. Magnús Jónsson sat fund nefndarinnar þegar málið var afgreitt í stað Össurar Skarphéðinssonar skv. 3. mgr. 17. gr. þingskapa.

Alþingi, 26. febr. 1992.



Matthías Bjarnason,

Halldór Ásgrímsson.

Jóhann Ársælsson.


form., frsm.



Magnús Jónsson.

Stefán Guðmundsson.

Steingrímur J. Sigfússon.



Vilhjálmur Egilsson.