Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 117 . mál.


479. Nefndarálit



um till. til þál. um útfærslu togveiðilandhelginnar.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Umsagnir bárust frá Alþýðusambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Fiskifélagi Íslands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Landssambandi smábátaeigenda, Sjómannasambandi Íslands og Vélstjórafélagi Íslands.
    Í greinargerð með tillögunni kemur fram að nauðsynlegt sé að kanna hvort þjóðhagslegur ávinningur sé af útfærslu togveiðilandhelginnar.
    Alþingi samþykkti árið 1976 lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 81/1976, en nú hefur komið í ljós að fyllsta þörf er á því að endurskoða þau lög með tilliti til togveiðiheimilda. Í ljósi þess beinir sjávarútvegsnefnd því til sjávarútvegsráðherra að hann láti vinna að endurskoðun fyrrnefndrar löggjafar svo fljótt sem verða má.
    Með tilliti til þess að slík endurskoðun verði framkvæmd leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Samtaka um kvennalista, hefur setið fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti nefndarinnar. Árni R. Árnason og Guðmundur Hallvarðsson voru fjarstaddir afgreiðslu málsins. Magnús Jónsson sat fund nefndarinnar þegar málið var afgreitt í stað Össurar Skarphéðinssonar skv. 3. mgr. 17. gr. þingskapa.

Alþingi, 26. febr. 1992.



Matthías Bjarnason,

Halldór Ásgrímsson.

Jóhann Ársælsson.


form., frsm.



Magnús Jónsson.

Stefán Guðmundsson.

Steingrímur J. Sigfússon.



Vilhjálmur Egilsson.