Ferill 395. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 395 . mál.


810. Tillaga til rökstuddrar dagskrár



í málinu: Till. til þál. um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Tyrklands.

Frá minni hluta utanríkismálanefndar (ÓRG, ISG).



    Með vísan til þess að
 —    Alþingi samþykkir að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Kúrda og fordæmir harðlega mannréttindabrot stjórnvalda í Tyrklandi gagnvart Kúrdum,
 —    Alþingi samþykkir að árétta þá stefnu Íslendinga að viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og þjóðabrota og tryggja að staðinn sé vörður um mannréttindi íbúa sem eru að berjast gegn ofbeldi, árásum og kúgun,
 —    Alþingi samþykkir að fela ríkisstjórninni að senda fulltrúa íslenskra stjórnvalda til Tyrklands til að flytja ríkisstjórn Tyrklands mótmæli íslenskrar þjóðar vegna kúgunar á Kúrdum og til að flytja fulltrúum Kúrda stuðning og samúð frá íslensku þjóðinni,
 —    Alþingi samþykkir að flutt verði skýrsla um viðræður fulltrúa íslenskra stjórnvalda í Tyrklandi og síðan verði metið hvenær fríverslunarsamningur ríkja EFTA við Tyrkland verði tekinn til frekari meðferðar á Alþingi,
samþykkir Alþingi að vísa dagskrármálinu frá og taka fyrir næsta mál á dagskrá.