Seðlabanki Íslands

140. fundur
Þriðjudaginn 23. mars 1993, kl. 18:33:22 (6394)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er auðvelt að taka undir það með hv. 6. þm. Suðurl. að raunvextir á Íslandi eru of háir. En ég vil leyfa mér að láta í ljós þá skoðun að til þess að lækka þá ættu menn að einbeita kröftunum að betra jafnvægi á lánamarkaði, leiðum til þess að draga úr ríkissjóðshallanum, leiðum til þess að kalla fram sparnað í samfélaginu sem er hin hliðin á málinu sem hefur verið vanrækt í þessum umræðum. Vextir lækka ekki með því að slást við vísitöluna eins og vindmyllu.