Tekjustofnar sveitarfélaga

88. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 03:30:42 (4130)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Ég stíg hér í þennan ræðustól öðru sinni í þessum orðaskiptum eingöngu til þess að ítreka að þær breytingar, sem hér er um rætt á rekstrarformi tiltekinna opinberra fyrirtækja og um leið þær breytingar á skattlagningu, sem felast í afnámi aðstöðugjalds og framhaldi landsútsvars um sinn, þær breytingar samanteknar munu ekki skaða fjárhag sveitarfélaganna þegar á heildina er litið. Hvernig það svo jafnast milli reikninga eins og Jöfnunarsjóðs og einstakra sveitarsjóðsreiknigna, tel ég vera mál sem komi í annarri röð og ætla ekki að fjölyrða um hér frekar.