Ferill 19. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 19 . mál.


91. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 92/1986, um Kjaradóm, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund hennar komu Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Valtýr Sigurðsson, formaður Dómarafélags Íslands, Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri, Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla Íslands, Edda Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari, Geir Waage, formaður Prestafélags Íslands, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, varaformaður Prestafélags Íslands, Jónatan Sveinsson hrl., Páll Halldórsson, Birgir Björn Sigurjónsson og Eggert Lárusson frá BHMR, Ásmundur Stefánsson og Bryndís Hlöðversdóttir frá ASÍ, Ögmundur Jónasson og Svanhildur Halldórsdóttir frá BSRB, Árni Benediktsson frá VMS og Þórarinn V. Þórarinsson og Hannes G. Sigurðsson frá VSÍ.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins. Fjarstaddur afgreiðslu málsins var Steingrímur J. Sigfússon. Björn Bjarnason sat fundinn í stað Sólveigar Pétursdóttur.

Alþingi, 15. sept. 1992.



Vilhjámur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Ingi Björn Albertsson.


form., frsm.



Guðjón Guðmundsson.

Björn Bjarnason.