Ferill 87. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 87 . mál.


95. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um gatnagerðargjöld, nr. 51/1974.

Flm.: Auður Sveinsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson.



1. gr.

    Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein sem verður 4. gr. og breytist greinatala í samræmi við það. Greinin orðast svo:
     Sveitarstjórnum er heimilt að ákveða með sérstakri samþykkt, sem ráðherra staðfestir, að inn heimta sérstakt gjald sem varið skal til framkvæmda við gerð göngustíga, hjólreiðastíga, leiksvæða og annarra opinna svæða.

2. gr.


    Í stað „skv. 1. og 3. gr.“ í 1. málsl. 5. gr. (er verður 6. gr.) kemur: skv. 1., 3. og 4. gr.

3. gr.


    Við 6. gr. (er verður 7. gr.) bætist ný málsgrein svohljóðandi:
    Sérstakt gjald skv. 4. gr. skal gjaldkræft þegar lokið er þeim framkvæmdum sem tilgreindar eru í 4. gr. Þó skal sveitarstjórn heimilt að ákveða með samþykkt að greiðslu slíkra gjalda sé dreift á til tekið árabil eftir því sem nánar er tiltekið í samþykktinni.

4. gr.


    Í stað „skv. 1. og 3. gr.“ í 7. gr. (er verður 8. gr.) kemur: skv. 1., 3. og 4. gr.

5. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarpið er samhljóða frumvarpi sem flutt var á síðasta þingi og fylgir með því eftirfarandi greinargerð:
    Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 51/1974, um gatnagerðargjöld. Mark mið þeirra er að hvetja sveitarfélög til þess að ganga frá göngustígum, hjólreiðastígum, leiksvæðum og öðrum opnum svæðum innan íbúðabyggðar. Telja verður það mikið öryggismál að tryggja ör yggi vegfarenda og stuðla að því að börn séu að leik utan gatna. Þessari tegund svæða er hvergi markaður neinn tekjustofn innan sveitarfélaganna eins og nú er.
    Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði fer slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum fjölgandi. Einkum á þetta við um börn á aldrinum 7–14 ára. Af upplýsingum um tíðni slysa á börnum á Norðurlöndum kemur fram að á Íslandi eru börn 12% slasaðra í umferðinni, þar af flest gangandi eða hjólandi, en annars staðar á Norðurlöndum eru börn 7–8,9% slasaðra. Árið 1991 varð mikil fjölgun slysa í áðurnefndum aldurshópi og á það jafnt við um Reykjavík og landið allt. Af því er varla hægt að draga aðra ályktun en þá að umhverfi barna sé víða hættulegt. Vegna skorts á leik svæðum og/eða öruggum leiðum, bæði að skólum og opnum svæðum, eru umferðargötur oft einu svæðin sem börnum er gert að fara um og jafnvel leika sér á. Frágangur göngustíga, hjólreiðastíga, leiksvæða og annarra opinna svæða innan íbúðabyggðar á að vera jafnmikilvægur við gerð nýrra byggingarsvæða og gatna- og gangstéttagerð. Framkvæmdir sveitarfélaga við frágang umræddra svæða eru fremur tilviljanakenndar og oft látnar aftast í framkvæmdaröð. Því er mikilvægt að sveit arfélögum sé gert kleift að nota hluta af gatnagerðargjaldi til slíkra framkvæmda og að opin svæði fái jafnt vægi og gatnagerð þegar um framkvæmdir er að ræða.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í greininni er sveitarstjórnum heimilað að leggja á sérstakt gjald til þess að standa straum af kostnaði við þær framkvæmdir sem tilteknar eru og enn fremur er kveðið á um hámark gjaldsins.

Um 2. gr.


    Hér er kveðið á um álagningarstofn sérstaks gjalds skv. 1. gr. frumvarpsins og lagt til að hann verði sá sami og nú er skv. 3. gr. laganna.

Um 3. gr.


    Nauðsynlegt þykir að setja ákvæði um hvenær sérstakt gjald skv. 1. gr. frumvarpsins er gjald kræft og er það hliðstætt því sem nú er í 6. gr. laganna.

Um 4. gr.


    Gert er ráð fyrir að lögveðsréttur í viðkomandi fasteign fylgi sérstöku gjaldi skv. 1. gr. frum varpsins og er það sami réttur og fylgir gjöldum skv. 1. og 3. gr.

Um 5. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.


Umferðarráð:

Úr skýrslum lögreglu.



Slys á börnum í Reykjavík.



(Mynd.)



Slys á börnum í umferðinni á Íslandi.


miðað við 100.000 bíla.



(Mynd.)