Ferill 62. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 62 . mál.


111. Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Finni Ingólfssyni um útboð á vegum viðskiptaráðuneytisins á árinu 1991 til og með 31. ágúst 1992.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mörg útboð í vöru, þjónustu og framkvæmdir voru á vegum ráðuneytisins og stofnana, sem undir það heyra, á árinu 1991 til og með 31. ágúst 1992?
    Hvaða útboð voru þetta?
    Í hve mörgum og hvaða tilvikum var lægsta tilboði tekið?
    Í hve mörgum og hvaða tilvikum var lægsta tilboði ekki tekið? Hvaða rökstuddu ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun?


    Útboðin voru 66.

    Útboðin voru sem hér segir:
    Landsbanki Íslands:
    Á vegum Landsbanka Íslands voru gerð 54 útboð. Markaðssvið Landsbankans stóð fyrir 33 útboðum. Í langflestum tilfellum var um prentverkefni að ræða, stærst þeirra eru prentun ársskýrslu og dagatala. Byggingardeild Landsbankans stóð fyrir útboðum er tengdust verklegum framkvæmdum: innrétting húsnæðis, efni og vinna, tvö útboð; húsbúnaðarkaup, tvö útboð; endurnýjun þakefnis, efni og vinna, tvö útboð; málun utan húss, efni og vinna, tvö útboð; stækkun húsnæðis og breytingar, efni og vinna, tvö útboð; viðgerð á þaki, efni og vinna, eitt útboð; viðgerðir og endurbætur, efni og vinna, fimm útboð; þrjú ný sumarhús ásamt uppsetningu, eitt útboð; viðgerðir utan húss, efni og vinna, eitt útboð; múrviðgerð utan húss, efni og vinna, eitt útboð; innrétting húsnæðis, efni og vinna, eitt útboð; fólkslyfta, efni og vinna, eitt útboð.
     Búnaðarbanki Íslands:
    12 útboð voru gerð á vegum Búnaðarbanka Íslands, eitt útboð vegna innréttinga; eitt útboð vegna loftræstikerfis; tvö útboð vegna innbrotakerfis; eitt útboð vegna brunaviðvörunarkerfis; eitt útboð vegna kaupa á lömpum; eitt útboð vegna ofna; eitt útboð vegna lóðafrágangs; þrjú útboð vegna ræstinga.

    Í öllum tilvikum var lægsta tilboði tekið.