Ferill 186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 186 . mál.


213. Beiðni um skýrslu



frá menntamálaráðherra um rannsókna- og vísindastefnu ríkisstjórnarinnar.

Frá Svavari Gestssyni, Guðrúnu Helgadóttur, Hjörleifi Guttormssyni,


Jóhanni Ársælssyni, Kristni H. Gunnarssyni, Margréti Frímannsdóttur,


Ólafi Ragnari Grímssyni, Ragnari Arnalds og Steingrími J. Sigfússyni.



    Með tilvísun til 46. gr. þingskapa er óskað eftir því að menntamálaráðherra gefi Alþingi skýrslu um stefnu ríkisstjórnarinnar að því er varðar rannsókna- og þróunarmálefni og vísindastarfsemi hér á landi. Í skýrslunni verði birt afstaða ráðherra til þeirrar skýrslu sem sérfræðingar OECD sendu frá sér um rannsóknastarfsemi á Íslandi í október 1992. Þá verði greint frá afstöðu ríkisstjórnarinnar til yfirlýsingar fyrri stjórnar um vísinda- og tæknistefnu.

    Um yfirlýsingu síðustu ríkisstjórnar um vísinda- og tæknistefnu vísast til þskj. 591 bls. 3245–3247 í A-deild Alþt. 1990–91.

    Yfirlýsingunni fylgdi síðan ítarleg greinargerð.