Ferill 45. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 45 . mál.


228. Breytingartillögur



við frv. til l. um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Við 2. gr. Í stað orðanna „sjávar- og ferskvatnsdýr“ í 1. málsl. komi: sjávardýr.
    Við 3. gr. Við 1. málsl. bætist: og jafnframt til eftirlits með slátrun, vinnslu og pökkun hafbeitar-, vatna- og eldisfisks.
    Við síðari málslið síðari málsgreinar 6. gr. bætist: og hafa hliðsjón af lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, eftir því sem við getur átt.
    Við 1. mgr. 14. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er þó heimilt að veita undanþágur frá þessu skilyrði mæli sérstakar ástæður með því.