Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 197 . mál.


235. Frumvarp til fjáraukalaga



fyrir árið 1991, sbr. lög nr. 75/1991.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992.)



1. gr.

    Samkvæmt niðurstöðum greiðsluuppgjörs ríkissjóðs 1991 verða eftirtaldar breytingar á greiðsluyfirliti A-hluta ríkissjóðs 1991 frá 1. gr. fjárlaga fyrir árið 1991, sbr. lög nr. 75/1991:

Greiðsluyfirlit ríkissjóðs


Þús. kr.

Þús. kr.



Rekstrarreikningur

    Tekjur
-1 950 533
    Gjöld     
236 640

Gjöld umfram tekjur     
2 187 173

Lánahreyfingar

    Veitt lán, nettó     
127 000
         Veitt lán til B-hluta ríkissjóðs     
170 000

         - Innheimtar afborganir af veittum lánum     
-43 000

    Hluta- og stofnfjárframlög     
-36 000
    Viðskiptareikningar     
-1 147 000

Hrein lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs     
1 131 173     Afborganir af teknum lánum      -77 000

Heildarlánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs     
1 054 173
    Lántökur     
-5 092 000
         Innlend verðbréfaútgáfa     
1 919 000

         Erlend verðbréfaútgáfa     
-7 011 000


Greiðslujöfnuður, sjóðsbreyting     
-6 146 173


2. gr.


    Útgjöld ríkissjóðs breytast frá ákvæðum 2. gr. fjárlaga fyrir árið 1991, sbr. 2. gr. laga nr. 75/1991, samkvæmt nánari sundurliðun í 3. gr.:

Þús. kr.

Þús. kr.



00     Æðsta stjórn ríkisins     
-8 604
01     Forsætisráðuneyti     
-6 721
02     Menntamálaráðuneyti     
-144 673
03     Utanríkisráðuneyti     
-80 794
04     Landbúnaðarráðuneyti     
118 150
05     Sjávarútvegsráðuneyti     
-10 346
06     Dóms- og kirkjumálaráðuneyti     
-27 210
07     Félagsmálaráðuneyti     
-124 963
08     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti     
-252 901
09     Fjármálaráðuneyti     
960 656
10     Samgönguráðuneyti     
47 255
11     Iðnaðarráðuneyti     
1 406
12     Viðskiptaráðuneyti     
-189 922
13     Hagstofa Íslands     
-1 932
14     Umhverfisráðuneyti     
-42 761

    
Samtals öll ráðuneyti
236 640


3. gr.

    Sundurliðun gjalda skv. 2. gr. á stofnanir er þessi:

00     Æðsta stjórn ríkisins
101     Embætti forseta Íslands     
75
201     Alþingi     
15 960
301     Ríkisstjórn     
193
401     Hæstiréttur     
1 593
610     Umboðsmaður Alþingis     
134
    Óhafnar fjárveitingar     
-26 559

    
Samtals ráðuneyti
-8 604

01     Forsætisráðuneyti
901     Húsameistari ríkisins     
70
902     Þingvellir, þjóðgarður og Þingvallanefnd     
1 422
    Óhafnar fjárveitingar     
-8 213

    
Samtals ráðuneyti
-6 721


02     Menntamálaráðuneyti
201     Háskóli Íslands     
49 374
202     Tilraunastöð Háskólans að Keldum     
12 985
203     Raunvísindastofnun Háskólans     
7 556
222     Æfingaskóli Kennaraháskóla Íslands     
1 497
234     Vísindaráð     
506
350     Fjölbrautaskólinn í Breiðholti     
2 718
353     Fjölbrautaskóli Suðurnesja     
2 923
362     Framhaldsskólinn á Húsavík     
3 362
518     Fiskvinnsluskólinn     
1 372
531     Íþróttakennaraskólinn     
964
551     Hússtjórnarskólinn Hallormsstað     
1000
602     Héraðsskólinn Núpi     
999
605     Alþýðuskólinn Eiðum     
499
606     Héraðsskólinn Skógum     
300
710     Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis     
658
711     Fræðsluskrifstofa Reykjanessumdæmis     
1 550
713     Fræðsluskrifstofa Vesturlandsumdæmis     
525
715     Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis vestra     
143
716     Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra     
1 002
718     Fræðsluskrifstofa Suðurlandsumdæmis     
379
753     Brautarskóli     
253
798     Einholtsskóli     
317
802     Vernd barna og ungmenna     
623
806     Barnaverndarráð Íslands     
453
870     Meðferðarheimili fyrir unga fíkniefnaneytendur     
2 306
871     Unglingaheimili ríkisins     
13 006
872     Lánasjóður íslenskra námsmanna     
1 840
902     Þjóðminjasafn Íslands     
4 699
904     Safnahúsið við Hverfisgötu     
1 831
906     Listasafn Einars Jónssonar     
1 172
907     Listasafn Íslands     
1 712
909     Blindrabókasafn Íslands     
984
973     Þjóðleikhús     
24 989
976     Menningarsjóður, framlag     
4 604
977     Þjóðarbókhlaða     
1500
981     Kvikmyndasjóður     
2 624
    Óhafnar fjárveitingar     
-297 898

    
Samtals ráðuneyti
-144 673

03     Utanríkisráðuneyti
399     Utanríkismál, ýmis verkefni     
1 265
    Óhafnar fjárveitingar     
-82 059

    
Samtals ráðuneyti
-80 794
04     Landbúnaðarráðuneyti
172     Jarðasjóður     
992
206     Rannsóknastofnun landbúnaðarins     
1 745
231     Skógrækt ríkisins     
15 921
235     Landgræðsla ríkisins     
1 403
245     Laxeldisstöðin Kollafirði     
93
246     Veiðimálastofnun     
3 397
247     Yfirdýralæknir     
1 243
272     Einangrunarstöð holdanauta í Hrísey     
316
290     Uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir     
99 137
501     Bændaskólinn á Hvanneyri     
2 862
    Óhafnar fjárveitingar     
-8 959

    
Samtals ráðuneyti
118 150

05     Sjávarútvegsráðuneyti
201     Fiskifélag Íslands     
107
202     Hafrannsóknastofnun     
1 350
203     Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins     
1 005
    Óhafnar fjárveitingar     
-12 808

    
Samtals ráðuneyti
-10 346

06     Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
101     Aðalskrifstofa     
186
111     Kosningar     
739
203     Borgardómarinn í Reykjavík     
1 388
205     Sakadómur Reykjavíkur     
1 478
209     Lögregluskóli ríkisins     
3 600
212     Bæjarfógeti Akranesi     
1 175
221     Sýslumaður Blönduósi     
1 011
233     Bæjarfógeti Vestmannaeyjum     
1 487
234     Sýslumaður og bæjarfógeti Selfossi     
2 183
235     Sýslumaður og bæjarfógeti Keflavík     
2 059
236     Sýslumaður og bæjarfógeti Hafnarfirði     
1 993
238     Dómstóll og rannsóknadeild í ávana-
    og fíkniefnamálum     
309
239     Fangelsismálastofnun     
46
242     Vinnuhælið Litla-Hrauni     
3 058
252     Ökukennsla     
1 376
281     Dómsmál, ýmis starfsemi     
16 831
282     Ýmis löggæslukostnaður     
5 481
303     Prestaköll og prófastsdæmi     
4 060
    Óhafnar fjárveitingar     
-75 670

    
Samtals ráðuneyti
-27 210
07     Félagsmálaráðuneyti
701     Málefni fatlaðra, Reykjavík     
888
706     Málefni fatlaðra, Norðurlandi eystra     
1 250
708     Málefni fatlaðra, Suðurlandi     
1 750
711     Styrktarfélag vangefinna     
1 823
750     Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins     
2 000
951     Brunamálastofnun ríkisins     
3 082
953     Jafnréttisráð     
773
    Óhafnar fjárveitingar     
-136 529

    
Samtals ráðuneyti
-124 963

08     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
101     Aðalskrifstofa     
530
301     Landlæknir     
1 374
326     Sjónstöð Íslands     
329
327     Geislavarnir ríkisins     
247
373     St. Jósefsspítali, Landakoti     
2 827
381     Sjúkrahús og læknisbústaðir     
1 098
394     Lyfjaverðlagsnefnd     
42
395     Lyfjaeftirlit ríkisins     
19
396     Lyfjanefnd     
1 804
398     Daggjaldanefnd     
22
524     Heilsugæslustöðin Ólafsvík     
902
526     Heilsugæslustöðin Búðardal     
470
555     Heilsugæslustöðin Kópaskeri     
435
557     Heilsugæslustöðin Þórshöfn     
252
568     Heilsugæslustöðin Höfn í Hornafirði     
1 042
572     Heilsugæslustöðin Vík í Mýrdal     
214
584     Heilsugæslustöðin Kópavogi     
2 000
591     Héraðslæknir í Reykjavík     
359
595     Héraðslæknir á Norðurlandi eystra     
289
602     Þroskaþjálfaskóli Íslands     
2 695
603     Lyfjatæknaskóli Íslands     
1 521
604     Sjúkraliðaskóli Íslands     
3 039
621     Bindindisstarfsemi     
1 564
    Óhafnar fjárveitingar     
-275 977

    
Samtals ráðuneyti
-252 901

09     Fjármálaráðuneyti
103     Ríkisbókhald     
499
203     Skattstofa Vesturlands     
1 003
204     Skattstofa Vestfjarða     
133
205     Skattstofa Norðurlands vestra     
1 442
250     Gjaldheimtur og innheimtukostnaður     
95
259     Gjaldheimta Suðurnesja     
2 475
262     Tollstjórinn í Reykjavík     
15 751
381     Uppbætur á lífeyri     
175 511
801     Ýmis lán ríkissjóðs, vextir     
475 057
901     Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins     
230
981     Ýmsar fasteignir ríkissjóðs     
80 860
989     Launa- og verðlagsmál
297 674
    Óhafnar fjárveitingar     
-90 074

    
Samtals ráðuneyti
960 656

10     Samgönguráðuneyti
101     Aðalskrifstofa     
2 482
211     Vegagerð ríkisins     
23 977
331     Vita- og hafnamálaskrifstofa     
108
332     Vitastofnun Íslands     
462
333     Hafnamál     
1 030
341     Siglingamálastofnun ríkisins     
868
342     Rannsóknanefnd sjóslysa     
247
471     Flugmálastjórn     
31 032
651     Ferðamálaráð Íslands     
1 193
    Óhafnar fjárveitingar     
-14 144

    
Samtals ráðuneyti
47 255

11     Iðnaðarráðuneyti
203     Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins     
269
298     Kostnaður vegna samninga um álver     
4 274
301     Orkustofnun     
47 306
371     Orkusjóður     
15
    Óhafnar fjárveitingar     
-50 458

    
Samtals ráðuneyti
1 406

12     Viðskiptaráðuneyti
902     Verðlagsstofnun     
268
903     Skráning hlutafélaga     
1 662
    Óhafnar fjárveitingar     
-191 852

    
Samtals ráðuneyti
-189 922

13     Hagstofa Íslands
    Óhafnar fjárveitingar     
-1 932

    
Samtals ráðuneyti
-1 932

14     Umhverfisráðuneyti
101     Aðalskrifstofa     
421
201     Náttúruverndarráð     
29 093
401     Náttúrufræðistofnun     
2 505
    Óhafnar fjárveitingar     
-74 780

    
Samtals ráðuneyti
-42 761

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


Inngangur.


    Með frumvarpi þessu eru lagðar fyrir Alþingi niðurstöðutölur um greiðslur úr ríkissjóði á árinu 1991 umfram þær heimildir sem veittar hafa verið af Alþingi í fjárlögum 1991 og lögum nr. 75/1991, fjáraukalögum fyrir árið 1991. Í frumvarpinu er einnig sótt um heimildir til að flytja greiðslustöðu stofnana, bæði óhafnar fjárveitingar og umframgjöld, frá árinu 1990 til ársins 1991. Frumvarpið var flutt áður á vorþingi, en fékk ekki afgreiðslu þá, og er nú endurflutt að teknu tilliti til endanlegs greiðsluuppgjörs Ríkisbókhalds fyrir árið 1991.
    Með frumvarpi að fjáraukalögum, sem lagt var fram á Alþingi í október 1991, fylgdi ítarleg greinargerð um framvindu ríkisfjármála á árinu 1991 og þær heimildir sem óskað var samþykktar á umfram heimildir fjárlaga. Þá var 27. febrúar sl. lögð fyrir Alþingi skýrsla um ríkisfjármál árið 1991 þar sem afkoma ríkissjóðs er skýrð með samanburði við áform samkvæmt fjárlögum og útkomu ársins 1990.
    Eftirfarandi yfirlit sýnir greiðsluheimildir á árinu 1991 sem Alþingi hefur samþykkt í samanburði við útkomu ársins:


Afkoma ríkissjóðs 1991.



Fjár-

Fjárveitingar

Mismunur


Fjárlög

aukalög

alls

Reikningur

fjárveitinga


Greiðslugrunnur

1991

75/1991

1991

1991

og reiknings


m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Tekjur          
101 698
206 101 904 99 953 -1 951
Gjöld          
105 767
6 483 112 250 112 487 237

Rekstrarafkoma     
-4 069
-6 277 -10 346 -12 534 -2 188
Lánveitingar, nettó     
-1 810
-1 360 -3 170 -2 114 1 056

Hrein lánsfjárþörf     
5 879
7 637 13 516 14 648 1 132
Afborganir af teknum lánum     
7 700
- 7 700 7 623 -77

Heildarlánsfjárþörf     
13 579
7 637 21 216 22 271 1 055
Lántökur alls     
13 600
7 650 21 250 16 158 -5 092

Greiðslujöfnuður     
21
13 34 -6 113 -6 147


    Endanleg rekstrargjöld nema þannig 237 m.kr. umfram útgjaldaheimildir fjárlaga og fjáraukalaga. Að frádregnum notuðum geymdum fjárveitingum frá fyrra ári, samtals að fjárhæð 298 m.kr., eru útgjöld innan heimilda sem nemur 61 m.kr. Heimilda til lántöku, umfram það sem áætlað var í fjáraukalögum, var aflað með lögum nr. 74/1991, um breyting á lánsfjárlögum fyrir árið 1991. Samkvæmt því eru nægar lántökuheimildir til þess að mæta lánsfjárþörf ársins.
    Í athugasemdum hér á eftir er fyrst fjallað um nokkur lykilatriði í efnahagsmálum ársins 1991, afkomu ríkissjóðs og frávikum frá áætlun. Síðan er gerð grein fyrir fjárheimildum einstakra ráðuneyta og stofnana.
    Í þjóðhagsspá, sem lögð var til grundvallar fjárlögum ársins 1991, var gert ráð fyrir að samdráttarskeiði undanfarinna þriggja ára væri um það bil að ljúka og að hagvöxtur tæki að glæðast á nýjan leik. Þannig var talið að þjóðartekjur mundu aukast um tæplega 2% árið 1991, en þær höfðu dregist saman um 3,5% á árunum 1988 til 1990. Spáin um auknar þjóðartekjur var byggð á forsendu um aukna framleiðslu sjávarafurða og hækkun afurðaverðs á erlendum mörkuðum. Jafnframt var gert ráð fyrir að innlendri eftirspurn yrði haldið í skefjum, jafnt útgjöldum opinberra aðila og fyrirtækja sem heimila. Viðskiptahallinn gagnvart útlöndum var því talinn geta minnkað verulega á árinu 1991 samkvæmt forsendum fjárlaga.
    Þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir um efnahagsþróun síðasta árs, sýna umtalsverð frávik frá forsendum fjárlaga. Tvö atriði skera sig úr. Annars vegar minni fiskafli og hins vegar meiri eftirspurn innan lands, m.a. vegna aukins kaupmáttar. Þessi frávik birtast í minnkandi útflutningstekjum, vaxandi þjóðarútgjöldum og þrefalt meiri viðskiptahalla en reiknað var með við afgreiðslu fjárlaga. Þjóðartekjur jukust þó vegna batnandi viðskiptakjara um tæplega 3% borið saman við tæplega 2% í áætlun fjárlaga. Þrátt fyrir meiri aukningu þjóðartekna en búist var við versnaði skuldastaða þjóðarbúsins erlendis enn frekar vegna vaxandi viðskiptahalla.
    Í fjárlögum ársins 1991, sem samþykkt voru á Alþingi í desember 1990, var gert ráð fyrir að halli á rekstri ríkissjóðs yrði um 4,1 milljarður króna. Þegar við afgreiðslu lánsfjárlaga í marsmánuði voru útgjaldaheimildir hækkaðar um 1 milljarð króna. Samhliða frumvarpi til fjárlaga 1992 var lagt fram frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1991. Á þeim tíma voru tekjur ríkissjóðs áætlaðar 101,9 milljarðar króna, þannig að rekstrarhalli ríkissjóðs stefndi í 8,9 milljarða króna. Fjáraukalögin voru samþykkt í byrjun desember sl. og höfðu útgjaldaheimildir aukist um 1,4 milljarða króna í meðförum Alþingis. Áætlun um tekjur var ekki breytt frá því sem var í frumvarpinu.
    Nú liggur fyrir endanlegt greiðsluuppgjör vegna A-hluta ríkissjóðs fyrir árið 1991. Eins og sést á yfirlitinu hér að framan námu innheimtar tekjur ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum króna og útgjöld námu 112,5 milljörðum króna. Tekjurnar reyndust hins vegar 1,9 milljörðum króna lægri en áætlað var sl. haust. Afkoma ríkissjóðs varð því um 2,2 milljörðum króna lakari en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjáraukalaga í desember sl. og nam rekstrarhallinn rúmlega 12,5 milljörðum króna sem svarar til 3,3% af landsframleiðslu.

Tekjur.


    Ef fyrst er litið á þróun tekjuöflunar ríkissjóðs kemur í ljós eins og sést á meðfylgjandi yfirliti að innheimtar tekjur ríkissjóðs 1991 urðu rúmlega 1,7 milljörðum króna lægri en gert var ráð fyrir í fjárlögum og tæplega 2 milljörðum króna lægri en miðað var við í endurskoðaðri áætlun í september. Þessi munur kemur fyrst og fremst fram í virðisaukaskatti.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs 1991.



Fjárlög

Áætlun

Reikningur


1991

sept. 1991

1991

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Tekju- og eignarskattar     
20 167
19 346 19 263 -83

Óbeinir skattar     
75 228
76 263 74 240 -2 023
Innflutnings- og vörugjöld     
8 718
9 269 9 460 191
Virðisaukaskattur     
41 550
41 400 38 954 -2 446
Aðrir óbeinir skattar     
24 960
25 594 25 826 232

Aðrar tekjur     
6 303
6 295 6 450 155

Heildartekjur ríkissjóðs     
101 698
101 904 99 953 -1 951


    Að baki minni tekjum af virðisaukaskatti á árinu 1991 liggja margvíslegar ástæður. Í fyrsta lagi hækkaði frádráttarbær virðisaukaskattur af aðföngum (innskattur) hlutfallslega meira framan af ári en endanleg álagning (útskattur). Af því leiðir að nettóskil á skattinum urðu talsvert minni en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga. Í öðru lagi urðu beinar endurgreiðslur virðisaukaskatts talsvert meiri en reiknað hafði verið með. Í þriðja lagi sýnir lausleg athugun að innheimta virðisaukaskatts af innlendri veltu, sem hlutfall af álagningu, hefur ívið lækkað á árinu 1991 borið saman við árið 1990. Samdráttur í skilum virðisaukaskatts í ríkissjóð á sama tíma og innlend eftirspurn eykst rennur einnig stoðum undir þetta. Nánari umfjöllun um tekjur ríkissjóðs á árinu 1991 er að finna í Skýrslu um ríkisfjármál 1991 sem lögð var fram á Alþingi í lok febrúar sl.

Gjöld.


    Verulegar breytingar urðu á gjaldahlið frá því sem áætlað var í fjárlögum ársins 1991. Útgjöld A-hluta ríkissjóðs á árinu 1991 námu alls 112,5 milljörðum króna, eða um 6,7 milljörðum króna umfram upphafleg fjárlög.
    Þegar við afgreiðslu lánsfjárlaga í marsmánuði voru útgjaldaheimildir hækkaðar um 1,0 milljarð króna. Við mat á stöðu ríkissjóðs í lok apríl höfðu komið fram enn frekari útgjaldatilefni sem metin voru á 3,2 milljarða króna. Þar vó þyngst 1,6 milljarða króna aukin fjárþörf almannatrygginga og sjúkrahúsa. Eins þótti sýnt að fjárvöntun Lánasjóðs íslenskra námsmanna yrði a.m.k. 0,7 milljarðar króna og ríkisstjórnin hafði gefið fyrirheit um 0,9 milljarða króna viðbótarfjárveitingar af ýmsu tagi. Ný ríkisstjórn endurmat stöðuna og greip til viðnámsaðgerða í maímánuði sem ætlað var að draga úr halla á ríkissjóði um rúma 2 milljarða króna og hafa þær að mestu gengið eftir. Upp úr miðju ári kom í ljós enn frekari fjárvöntun til ýmissa þátta sem ríkissjóður er skuldbundinn af og að fjárhagsstaða ýmissa stofnana var veikari en talið var við samþykkt fjárlaga.
    Frumvarp til fjáraukalaga var lagt fram á Alþingi í október 1991 og afgreitt í byrjun desember þar sem leitað var útgjaldaheimilda sem námu 6,5 milljörðum króna umfram fjárlög. Frávik frá áætlun sem gerð var í maí skýrast einkum af bundnum liðum eins og auknum útflutningsuppbótum, framlagi vegna ríkisábyrgðar á laun við gjaldþrot, framlagi til atvinnutryggingardeildar Byggðastofnunar og hallarekstri stofnana. Þá reyndist staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna 300 m.kr. lakari en áður var talið. Loks eru fasteignakaup samkvæmt heimildum í 6. gr. fjárlaga að fullu færð til gjalda á meðan fjárveiting í fjárlögum var miðuð við greiðslur sem inntar yrðu af hendi á árinu. Eftirfarandi yfirlit sýnir gjöld ríkissjóðs 1991 borið saman við fjárlög og lög nr. 75/1991:

Útgjöld ríkissjóðs 1991.



Fjárlög

Heimildir

Reikningur


1991

alls 1991

1991

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Rekstrargjöld     
41 416
42 471 42 418 53

Neyslu- og rekstrartilfærslur     
41 774
45 368 45 109 259
Lífeyristryggingar     
13 895
14 295 14 406 -111
Sjúkratryggingar     
10 060
10 625 10 496 129
Atvinnuleysistryggingasjóður     
1 280
1 360 1 266 94
Lánasjóður íslenskra námsmanna     
1 730
2 430 2 432 -2
Niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum     
5 470
5 450 5 266 184
Útflutningsuppbætur     
1 427
2 317 2 426 -109
Annað          
7 912
8 891 8 817 74

Vextir          
9 400
9 400 9 875 -475

Viðhald     
2 534
2 457 2 287 170

Fjárfesting     
10 643
12 554 12 798 -244

Heildargjöld ríkissjóðs     
105 767
112 250 112 487 -237


    Útgjöld umfram fjárveitingar í fjárlögum og fjáraukalögum urðu þannig 237 m.kr., en að teknu tilliti til geymdra fjárheimilda frá árinu 1990, sem námu 298 m.kr., voru útgjöldin 61 m.kr. innan fjárheimilda ársins.

     Yfirfærsla heimilda og umframgjalda frá 1990 til 1991. Umframgreiðslur stofnana voru alls 609 m.kr. á árinu 1990 en á móti vega óhafnar fjárveitingar að fjárhæð 1.406 m.kr. Lagt er til að 298 m.kr. verði fluttar yfir til ársins 1991. Af þeirri fjárhæð eru 193 m.kr. vegna ýmissa óhafinna viðhalds- og stofnkostnaðarverkefna. Þá eru 105 m.kr. vegna rekstrar og tilfærslna sem skýrist að mestu af ónýttum greiðsluheimildum til aðstoðar við flóttafólk vegna Persaflóastríðsins, en þau framlög komu til greiðslu á árinu 1991. Í yfirliti hér á eftir er gerð grein fyrir flutningi innstæðna og skulda ráðuneyta milli áranna 1990 og 1991 og í fskj. I eru sýndar yfirfærslur einstakra stofnana.

Umframgjöld, óhafnar fjárveitingar og geymdar fjárveitingar 1990.



Gjöld umfram

Óhafnar

Stofnkostn.


fjárlög og fjár-

fjár-

Rekstur

og viðhald


aukalög 1990

veitingar

flutt staða

flutt staða


Greiðslugrunnur

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.



00 Æðsta stjórn ríkisins     
18 264
5 116 - -
01 Forsætisráðuneyti     
-
5 550 4 798 5 310
02 Menntamálaráðuneyti     
203 822
150 130 -4 300 74 233
03 Utanríkisráðuneyti     
22 443
93 008 92 832 -
04 Landbúnaðarráðuneyti     
31 718
41 207 -4 000 -
05 Sjávarútvegsráðuneyti     
7 917
2 640 -1 000 -
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti     
46 013
42 374 -1 500 54 117
07 Félagsmálaráðuneyti     
18 070
65 826 3 632 13 969
08 Heilbrigðis- og tryggingam.ráðun.     
14 430
146 223 12 365 17 275
09 Fjármálaráðuneyti     
182 318
723 723 -1 100 24 296
10 Samgönguráðuneyti     
28 412
3 432 372 -
11 Iðnaðarráðuneyti     
12 195
109 162 1 800 -
12 Viðskiptaráðuneyti     
18 030
14 070 1 600 -
13 Hagstofa Íslands     
335
3 260 1 668 3 307
14 Umhverfisráðuneyti     
4 588
- -2 000 -

Samtals     
608 555
1 405 721 105 167 192 507


     Yfirfærsla heimilda og umframgjalda frá 1991 til 1992. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um aukna fjárhagslega ábyrgð stofnana ríkisins og bréf fjármálaráðherra frá 14. júní 1991 er nú gert ráð fyrir að fjárheimildir til rekstrar verði í fyrsta sinn með almennum hætti færðar á milli ára með tilliti til greiðslustöðu í árslok. Áður hafa geymdar fjárveitingar nær eingöngu miðast við óhafin framlög til stofnkostnaðar og viðhalds. Þessi stefna er mörkuð í ljósi þess að rekstur stofnana ríkisins er samfelldur frá ári til árs og það væri nánast hending ef greiðslustaðan um áramót væri nákvæmlega í samræmi við heimildir. Þessi flutningur á greiðsluheimildum yfir áramót hvetur til aukins aðhalds og sparnaðar í rekstri þar sem stofnanir hafa möguleika til að haga rekstri sínum með sveigjanlegri hætti en áður hefur verið.
    Eftirfarandi vinnureglur hafa verið notaðar við flutning innstæðna og umframgjalda yfir áramót:
    Flutningur á innstæðu tekur mið af lækkun gjalda sem náðst hefur með hagræðingu eða flutningi verkefna milli ára. Sé ástæða inneignar hins vegar sú að ekki hefur verið haldið uppi þeirri þjónustu sem gert er ráð fyrir í fjárlögum þá fellur heimildin niður.
    Greiðsluafgangur hjá stofnunum sem fengið hafa aukafjárveitingu á árinu er felldur niður. Undantekningar eru gerðar þegar um er að ræða afmörkuð verkefni sem ekki hefur tekist að ljúka fyrir áramót.
    Innstæður eða umframgjöld á tilfærsluliðum eru almennt felldar niður þegar um er að ræða lög- eða samningsbundnar greiðslur.

Umframgjöld, óhafnar fjárveitingar og geymdar fjárveitingar 1991.



Gjöld umfram

Óhafnar

Stofnkostn.


Greiðslugrunnur

fjárlög og fjár-

fjár-

Rekstur

Rekstur

og viðhald


aukalög 1991

veitingar

flutt inneign

flutt skuld

flutt staða


þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.



00 Æðsta stjórn ríkisins     
17 955
26 559 6 999 - 18 814
01 Forsætisráðuneyti     
1 492
8 213 6 213 -781 2 000
02 Menntamálaráðuneyti     
153 225
297 898 154 606 -94 936 70 194
03 Utanríkisráðuneyti     
1 265
82 059 17 431 - -
04 Landbúnaðarráðuneyti     
127 109
8 959 1 424 -17 664 -246
05 Sjávarútvegsráðuneyti     
2 462
12 808 12 808 -2 462 -
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti     
48 460
75 670 44 479 -20 088 24 553
07 Félagsmálaráðuneyti     
11 566
136 529 29 103 -11 566 38 193
08 Heilbrigðis- og tryggingam.ráðun     
23 076
275 977 94 435 -13 395 26 440
09 Fjármálaráðuneyti     
753 056
90 074 18 113 -6 999 40 673
10 Samgönguráðuneyti     
61 399
14 144 - -2 303 -
11 Iðnaðarráðuneyti     
51 865
50 458 22 457 -47 590 -
12 Viðskiptaráðuneyti     
1 930
191 852 2 991 -1 930 -
13 Hagstofa Íslands     
-
1 932 1 932 - -
14 Umhverfisráðuneyti     
32 019
74 780 74 780 -3 421 -

Samtals     
1 286 879
1 347 912 487 771 -223 133 220 621


    Samkvæmt niðurstöðu Ríkisbókhalds eru greiðslur alls 61 m.kr. lægri en heimildir að meðtöldum ónotuðum fjárveitingum frá fyrra ári. Bent er á að vegna rekstrar er gert ráð fyrir að af ónotuðum heimildum ársins 1991 verði fluttar 487,8 m.kr. til ársins 1992, en á móti verði heimildir í fjárlögum 1992 lækkaðar um 223,1 m.kr. vegna umframgreiðslna sl. árs. Loks nema ónotaðar heimildir til stofnkostnaðar og viðhalds sem ráðgert er að flytja milli ára 220,6 m.kr. Í fskj. II er gerð grein fyrir flutningi innstæðna og skulda einstakra stofnana til ársins 1992.
    Hér á eftir er gerð nánari grein fyrir þeim greiðsluheimildum sem sótt er um í frumvarpinu og óhöfnum fjárveitingum sem gert er ráð fyrir að verði fluttar til ársins 1992. Í þeim tilvikum, þar sem vísað er til fjáraukalaga, er átt við lög nr. 75/1991.


00 Æðsta stjórn ríkisins



    Greiðslur til æðstu stjórnar ríkisins urðu 8,6 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Engar fjárheimildir verða fluttar frá árinu 1990. Sótt er um viðbótarheimild að fjárhæð 18,0 m.kr. vegna umframgreiðslna sem ekki er gert ráð fyrir að komi til lækkunar á fjárheimildum ársins 1992. Stærsta fjárhæðin er hjá Alþingi, 16,0 m.kr., sem skýrist af auknum kostnaði við breytingar samfara sameiningu þingsins í eina málstofu. Þá falla einnig niður umframgreiðslur Hæstaréttar, 1,6 m.kr., sem stafa af vanmati á launagreiðslum. Óhafnar fjárveitingar sem fyrirhugað er að flytja til ársins 1992 nema alls 25,8 m.kr. Þar af eru 18,8 m.kr. vegna stofnkostnaðar á Bessastöðum, 3,5 m.kr. vegna greiðsluafgangs Ríkisendurskoðunar og 3,5 m.kr. vegna opinberra heimsókna.


01 Forsætisráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu 6,7 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga að teknu tilliti til geymdra heimilda frá árinu 1990 að fjárhæð 10,1 m.kr. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 1,5 m.kr. en óhafnar fjárheimildir ráðuneytisins nema 8,2 m.kr. Umframgreiðslur eru að stærstum hluta vegna þjóðgarðsins á Þingvöllum og stafa einkum af útgjöldum við rekstur Þingvallabæjar. Lagt er til að helmingur þeirra falli niður en hinn helmingurinn komi til frádráttar á heimildum ársins 1992. Óhafin fjárveiting er öll vegna greiðsluafgangs aðalskrifstofu og er fyrirhugað að hún verði flutt til ársins 1992. Þar af eru 2,0 m.kr. vegna viðhalds.


02 Menntamálaráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu í heild 144,7 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga að teknu tilliti til fluttra fjárheimilda frá árinu 1990 að fjárhæð 69,9 m.kr. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 153,2 m.kr. en óhafnar fjárveitingar ráðuneytisins nema alls 297,9 m.kr.
    Lagt er til að af umframgjöldunum verði 50,8 m.kr. felldar niður. Um er að ræða greiðslur fjögurra stofnana; Tilraunastöðin á Keldum 13,0 m.kr., Raunvísindastofnun 7,6 m.kr., Unglingaheimili ríkisins 13,0 m.kr. og Þjóðleikhúsið 17,2 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að umframgreiðslur að fjárhæð 102,4 m.kr. koma til lækkunar fjárheimilda á árinu 1992. Hæst er fjárhæðin hjá Háskóla Íslands, 49,4 m.kr., en mun lægri hjá öðrum stofnunum, þær hæstu hjá Þjóðminjasafni, 4,7 m.kr., og Menningarsjóði, 4,6 m.kr.
    Óhafnar rekstrarfjárveitingar, sem fyrirhugað er að flytja milli ára, nema alls 154,6 m.kr. Til háskólastofnana flytjast 14,5 m.kr., þar af 5,2 m.kr. til Háskólans á Akureyri. Til almennra framhaldsskóla og sérskóla flytjast 27 m.kr., þar af til Iðnskólans í Reykjavík 5,6 m.kr. og 5,5 m.kr. í óskiptan rekstur framhaldsskóla. Greiðslur til grunnskóla og sérskóla fatlaðra urðu 152 m.kr. innan heimilda þrátt fyrir niðurskurð í fjáraukalögum í haust. Af þeirri fjárhæð verða 91,1 m.kr. færðar til næsta árs. Aðrir málefnaflokkar ráðuneytisins fá mun lægri fjárhæðir færðar milli ára. Óhafnar fjárveitingar til stofnkostnaðar sem fluttar verða til ársins 1992 nema 70,2 m.kr.


03 Utanríkisráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu 80,8 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga að teknu tilliti til fluttra fjárheimilda frá árinu 1990 að fjárhæð 92,8 m.kr. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 1,3 m.kr. sem lagt er til að verði felldar niður, en óhafnar fjárveitingar ráðuneytisins nema alls 82 m.kr. Af óhöfnum fjárheimildum er gert ráð fyrir að 64,6 m.kr. verði felldar niður en að 17,4 m.kr. bætist við heimildir ársins 1992. Af 5,1 m.kr. ónýttri heimild varnarmálaskrifstofu er lagt til að um helmingur verði felldur niður, en sértekjur skrifstofunnar urðu mun hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Afgangur af heimildum lögreglustjóraembættisins á Keflavíkurflugvelli nam 8,4 m.kr. en embættið fékk aukafjárveitingu á árinu. Gerð er tillaga um að felldar verði niður 3,4 m.kr. en að embættið haldi eftir 5,0 m.kr. til hagræðingaraðgerða. Greiðsluafgangur sendiráða, 33,3 m.kr., er felldur niður en hann stafar einkum af hagstæðari gengisþróun en ætlað var í fjárlögum. Á fjáraukalögum voru 70 m.kr. veittar til aðstoðar kúrdískum flóttamönnum en við endanlegt uppgjör kom fjárveitingin ekki öll til skipta og eru eftirstöðvarnar, 21,5 m.kr., felldar niður. Óhafnar fjárheimildir vegna alþjóðastofnana nema 13,1 m.kr. og er gert ráð fyrir að þar af flytjist 9,4 m.kr. til ársins 1992.


04 Landbúnaðarráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu 118,2 m.kr. hærri en heimildir fjár- og fjáraukalaga að teknu tilliti til fluttra umframgjalda frá árinu 1990 að fjárhæð 4 m.kr. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 127,1 m.kr. en óhafnar fjárveitingar ráðuneytisins nema 9 m.kr. Lagt er til að af umframgreiðslunum verði 109,4 m.kr. felldar niður en 18,7 m.kr. komi til lækkunar á fjárheimildum ársins 1992. Stærsti hluti niðurfelldra umframgreiðslna skýrist af útflutningsbótum, eða sem nemur 99,1 m.kr. Einnig er lagt til að hluti af rekstrarhalla Skógræktar ríkisins, Veiðimálastofnunar og Bændaskólans á Hvanneyri verði felldur niður. Gripið hefur verið til sérstakra aðgerða á þessu ári til þess að stofnanirnar starfi innan ramma fjárveitinga. Þá er gert ráð fyrir að greiðsluafgangur af tilfærsluliðnum Greiðslur vegna búvöruframleiðslu að fjárhæð 6,4 m.kr. falli niður.


05 Sjávarútvegsráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu 10,3 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 2,5 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 12,8 m.kr. Gert er ráð fyrir að allar umframgreiðslur og óhafnar fjárheimildir ráðuneytisins færist yfir til ársins 1992. Stærsta óhafna fjárveitingin, 5 m.kr., er vegna markaðsátaks rækju- og hörpudisksframleiðenda, en það hófst ekki fyrr en á árinu 1992.


06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu alls 27,2 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga að teknu tilliti til fluttra fjárheimilda frá árinu 1990 að fjárhæð 52,6 m.kr. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 48,5 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 75,7 m.kr.
    Gert er ráð fyrir að greiðslur umfram heimildir ársins 1991 hjá fimmtán stofnunum ráðuneytisins, sem samtals nema 20,1 m.kr., komi til lækkunar á rekstrarfjárheimildum ársins 1992. Stærsta fjárhæðin er hjá fangelsinu að Litla-Hrauni, eða 3,1 m.kr., sem er 3% af fjárveitingu ársins 1992. Hjá þremur stofnunum er gert ráð fyrir að umframgreiðslur verði ekki fluttar til ársins 1992, alls 24,3 m.kr. Meðal þess sem fellt er niður eru 16,8 m.kr. umframgreiðslur vegna ýmiss dómsmálakostnaðar. Málskostnaðurinn er lögbundinn og háður ákvörðun dómara og rannsóknaraðila hverju sinni. Einnig eru felldar niður umframgreiðslur vegna ýmiss löggæslukostnaðar að fjárhæð 5,5 m.kr. Sá kostnaðarauki skýrist af endurnýjun lögreglubifreiða og að útlendingaeftirlit reyndist mun kostnaðarsamara en áætlað var. Þá er gert ráð fyrir að 4 m.kr. umframgreiðslur komi til frádráttar stofnkostnaði prestssetra á árinu 1992.
    Óhafnar rekstrarfjárveitingar sem fyrirhugað er að flytja milli ára nema 44,5 m.kr. og eru einkum til þriggja aðila. Í fyrsta lagi 20,9 m.kr. til lögreglustjórans í Reykjavík, sem er 2,4% af fjárveitingu ársins. Talið er eðlilegt að stofnunin njóti á þessu ári rekstrarhagræðingar sem hefur skilað sér í lægri útgjöldum. Í öðru lagi 5,1 m.kr. til Rannsóknarlögreglu ríkisins sem er 3,1% af fjárveitingu ársins og í þriðja lagi 11,1 m.kr. til Landhelgisgæslu Íslands. Óhafnar fjárveitingar vegna stofnkostnaðar og viðhalds, sem gert er ráð fyrir að færa yfir til ársins 1992, nema 24,6 m.kr.


07 Félagsmálaráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu alls 125 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga að teknu tilliti til fluttra heimilda frá árinu 1990 að fjárhæð 17,6 m.kr. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgjalda að fjárhæð 11,6 m.kr. en óhafnar fjárveitingar nema 136,5 m.kr. Gert er ráð fyrir að allar umframgreiðslur komi til lækkunar á fjárheimildum ársins 1992. Þar er um að ræða sjö stofnanir og er stærsta fjárhæðin 3,1 m.kr. vegna Brunamálastofnunar ríkisins.
    Óhafnar rekstrarheimildir að fjárhæð 29,1 m.kr. flytjast milli ára. Stærstu fjárhæðirnar eru til aðalskrifstofu 6,7 m.kr., málefna fatlaðra 5,7 m.kr., vinnumála 4,8 m.kr. og ríkissáttasemjara 3,0 m.kr. Á aðalskrifstofu var ýmsum greiðslum frestað fram yfir áramótin auk almennrar hagræðingar sem kemur fram í lægri kostnaði. Rekstrarkostnaður embættis ríkissáttasemjara reyndist mun lægri á síðasta ári heldur en áætlað var og er helmingur greiðsluafgangsins fluttur til næsta árs. Aðrar heimildir, sem flytjast milli ára, eru óverulegt hlutfall af heildarfjárveitingu. Hjá Framkvæmdasjóði fatlaðra er fyrirhugað að flytja 38,2 m.kr. til ársins 1992 vegna óhafins stofnkostnaðar.
    Óhafnar fjárveitingar eru felldar niður hjá þremur stofnunum og nema alls 69,2 m.kr. Veitt var aukafjárveiting vegna ríkisábyrgðar á laun sem ekki var nýtt að fullu og eru eftirstöðvarnar felldar niður, alls 58,3 m.kr. Einnig falla niður ónýttar fjárheimildir Vinnueftirlits ríkisins sem er hluti af aukafjárveitingu, alls 7,9 m.kr., og hluti af ónýttri heimild embættis ríkissáttasemjara.


08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu í heild 252,9 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga að teknu tilliti til fluttra fjárheimilda frá árinu 1990 að fjárhæð 29,6 m.kr. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 23,1 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 276 m.kr. Lagt er til að af umframgreiðslunum verði 8,6 m.kr. felldar niður en umframgreiðslur átján stofnana að fjárhæð 13,4 m.kr. komi til lækkunar á rekstrarfjárheimildum og 1,1 m.kr. á heimildum til stofnkostnaðar á árinu 1992. Hlutfallslega er mest dregið af landlæknisembættinu, 1,4 m.kr. eða 3,1%, og Heilsugæslustöðinni Kópavogi, 2,0 m.kr. eða 3,4% af heildarheimild 1991. Óhafnar rekstrarfjárveitingar sem flytjast til 1992 eru að fjárhæð 94,4 m.kr. hjá tuttugu stofnunum. Heilsuverndarstöðin í Reykjavík og heilsugæslustöðvar eiga óhafnar heimildir að fjárhæð 34,5 m.kr., Ríkisspítalar 8,9 m.kr., Borgarspítalinn 17,8 m.kr., sjúkrahús í Reykjavík 10,9 m.kr. en aðrir minna. Meginskýringin á afgangi hjá heilsugæslustöðvum er sú að frestað var opnun heilsugæslustöðvar í Mjódd. Aðrar inneignir um áramót eru óverulegt hlutfall af heildarfjárheimild stofnana. Gert er ráð fyrir að 27,5 m.kr. verði fluttar milli áranna 1991 og 1992 vegna óhafins stofnkostnaðar. Gerð er tillaga um að fella niður heimildir að fjárhæð 154 m.kr., þar af 48,7 m.kr. hjá Tryggingastofnun ríkisins og 94 m.kr. hjá Atvinnuleysistryggingasjóði.


09 Fjármálaráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu 663 m.kr. hærri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Á liðnum Launa- og verðlagsmál hjá ráðuneytinu er sótt um að flytja umframgjöld og fjárheimildir ráðuneyta að fjárhæð 297,7 m.kr. milli áranna 1990 og 1991, en þar af eru 23,2 m.kr. vegna fjármálaráðuneytisins. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 753 m.kr. en óhafnar fjárveitingar ráðuneytisins nema 90,1 m.kr. Lagt er til að af umframgreiðslunum verði 746 m.kr. felldar niður og valda þar þrír liðir mestu. Í fyrsta lagi urðu vaxtagreiðslur 475,1 m.kr. hærri en áætlun fjárlaga sem skýrist einkum af hærri vaxtagjöldum af yfirdrætti ríkissjóðs hjá Seðlabanka en ráð var fyrir gert. Í öðru lagi urðu greiðslur vegna uppbóta á lífeyri 175,5 m.kr. hærri en áætlun, einkum vegna uppgjörs á skuld við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Í þriðja lagi urðu greiðslur vegna 6. gr. fjárlaga 80,9 m.kr. hærri en fyrirhugað var. Umframgreiðslur, sem gert er ráð fyrir að flytja milli ára, eru að fjárhæð 7 m.kr. og þar af 6 m.kr. vegna tollstjórans í Reykjavík sem er 2,2% af heildarheimild stofnunarinnar á árinu 1991. Óhafnar rekstrarfjárveitingar, sem fyrirhugað er að flytja til ársins 1992, eru 18,1 m.kr. Þar vega þyngst 7,7 m.kr. hjá Fasteignamati ríkisins og 3,5 m.kr. hjá Skattstofu Reykjaness. Stofnanirnar hafa frestað ýmsum verkefnum og hagrætt í rekstri. Þá er ráðgert að 40,7 m.kr. færist yfir til þessa árs vegna óhafins stofnkostnaðar. Á móti þessu eru felldar niður ónýttar fjárheimildir af átta fjárlagaliðum og vegur þar þyngst skýrsluvélakostnaður, 30,5 m.kr.


10 Samgönguráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu 47,3 m.kr. hærri en heimildir fjár- og fjáraukalaga. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 61,4 m.kr., þar af eru 31 m.kr. viðbótarkostnaður hjá Flugmálastjórn sem leiðir af kjarasamningi við flugumferðarstjóra frá árinu 1990. Gert er ráð fyrir að umframgreiðslur að fjárhæð 2,3 m.kr. komi til lækkunar á fjárveitingum yfirstandandi árs. Óhafnar fjárveitingar eru 14,1 m.kr. og falla þær allar niður.


11 Iðnaðarráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu 1,4 m.kr. hærri en heimildir fjár- og fjáraukalaga að teknu tilliti til fluttra heimilda frá árinu 1990 að fjárhæð 1,8 m.kr. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 51,9 m.kr. en óhafnar fjárveitingar eru 50,5 m.kr. Lagt er til að af umframgreiðslunum verði 4,3 m.kr. felldar niður en 47,6 m.kr. komi til lækkunar á fjárveitingum þessa árs. Þar er nær eingöngu um að ræða 47,3 m.kr. hjá Orkustofnun og er það 20% af heildarfjárheimild ársins 1991. Skýringin er sú að stofnunin skilaði ekki innheimtum sértekjum til ríkissjóðs fyrr en eftir áramótin. Fjárveitingar til rekstrar að fjárhæð 22,5 m.kr. færast milli ára og munar þar mest um 7,8 m.kr. til aðalskrifstofu, 7,3 m.kr. til iðju og iðnaðar, 5,5 m.kr. til ýmissa orkumála, en það er aukafjárveiting sem ekki náðist að greiða út fyrir áramót. Óhafnar fjárheimildir að fjárhæð 28 m.kr. falla þá niður.


12 Viðskiptaráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu 189,9 m.kr. lægri en heimildir fjár- og fjáraukalaga að teknu tilliti til fluttra fjárheimilda frá árinu 1990 að fjárhæð 1,6 m.kr. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 1,9 m.kr. en óhafnar fjárveitingar ráðuneytisins nema 191,9 m.kr. Þar af eru 186,4 m.kr. vegna niðurgreiðslna sem ekki verða færðar milli ára. Um er að ræða lögbundinn tilfærslulið og stafar greiðsluafgangurinn því ekki af sérstökum sparnaðaraðgerðum eða hagræðingu. Heimildir til rekstrar, sem flytjast milli ára, eru að fjárhæð 3 m.kr. Aðalskrifstofa fær 2,1 m.kr. og Löggildingarstofan 0,9 m.kr. Gert er ráð fyrir að umframgreiðslur að fjárhæð 1,9 m.kr. hjá Verðlagsstofnun og Hlutafélagaskrá komi til lækkunar á fjárheimildum ársins 1992.


13 Hagstofan



    Greiðslur ráðuneytisins urðu 1,9 m.kr. lægri en heimildir fjárlaga. Gert er ráð fyrir að óhafna fjárveitingin flytjist milli ára.


14 Umhverfisráðuneyti



    Greiðslur ráðuneytisins urðu alls 42,8 m.kr. lægri en heimildir fjárlaga að teknu tilliti til fluttra umframgjalda frá árinu 1990 að fjárhæð 2 m.kr. Sótt er um viðbótarheimild vegna umframgreiðslna að fjárhæð 32 m.kr. en óhafnar fjárveitingar ráðuneytisins nema 74,8 m.kr. Lagt er til að af umframgjöldunum verði 28,6 m.kr. felldar niður en 3,4 m.kr. komi til lækkunar á fjárheimildum ársins 1992. Umframgreiðslur, sem ekki er fyrirhugað að flytja milli ára, skiptast þannig að 2,5 m.kr. eru vegna Náttúrufræðistofnunar og 26,1 m.kr. vegna Náttúruverndarráðs, en þar af eru 15 m.kr. vegna kaupa á jörðinni Ási í Kelduhverfi sem eru gerð samkvæmt ákvæðum í ábúðarlögum. Embætti veiðistjóra og skipulagsstjóra fengu aukafjárveitingu til sérstakra verkefna sem ekki náðist að ljúka á sl. ári. Yfirfærsla heimilda hjá þessum tveimur stofnunum er samtals að fjárhæð 69,6 m.kr. Einnig færist greiðsluafgangur Ýmissa verkefna hjá Veðurstofu Íslands á milli ára.

Lánahreyfingar ríkissjóðs.


    Í fjárlögum 1991 var ráðgert að mæta áætluðum greiðsluhalla ríkissjóðs, að fjárhæð um 4,1 milljarði króna og útstreymi á lánahreyfingum ríkissjóðs að fjárhæð um 1,8 milljörðum króna, með nýrri lántöku ríkissjóðs að fjárhæð um 5,9 milljörðum króna. Lánsfjárlög 1991 voru afgreidd frá Alþingi í mars 1991. Með þeim hækkaði lánsfjárþörf ríkissjóðs um 1,7 milljarða króna, þ.e. útgjaldaheimildir um 1 milljarð og heimildir ríkissjóðs til endurlána um 0,7 milljarða. Reyndin varð hins vegar sú að greiðsluhalli ríkissjóðs varð 12,5 milljarðar króna og útstreymi á lánahreyfingum að fjárhæð 2,1 milljarður króna. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu 1991 nam því alls 14,6 milljörðum króna eða sem svarar til um 3,9% af vergri landsframleiðslu. Þetta hlutfall hefur ekki í annan tíma verið hærra. Árið 1990 var þetta hlutfall 2,1% og 2,6% árið 1989.
    Eftirfarandi yfirlit sýnir niðurstöðutölur ríkisfjármála á árinu 1991 borið saman við fjárlög 1991 og útkomu ársins 1990:

Lánahreyfingar og lánsfjárþörf ríkissjóðs 1991.



Reikningur

Fjárlög

Reikningur


1990

1991

1991

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Rekstrarafkoma     
-4.446
-4.069 -12.534 -8.465

Veitt lán, nettó     
-522
-1.040 -1.627 -587
Hluta- og stofnfjárframlög     
-123
-270 -234 36
Viðskiptareikningar     
-2.079
-500 -253 -247

Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs     
-7.170
-5.879 -14.648 -8.769

Afborganir af teknum lánum     
-6.189
-7.700 -7.623 77

Heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs     
-13.359
-13.579 -22.271 -8.692

Lántaka     
14.073
13.600 16.158 -2.558

Greiðsluafkoma     
714
21 -6.113 -6.092


    Í Skýrslu um ríkisfjármál árið 1991 er gerð ítarleg grein fyrir hreyfingum á lánareikningum A-hluta ríkissjóðs og vísast til þeirrar umfjöllunar. Hér verður þó gerð grein fyrir þremur lykilatriðum, þ.e. veitt lán, nettó, lánsfjáröflun 1991 og stöðu ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka Íslands.

     Veitt lán, nettó. Þessi liður sýnir hreyfingar á veittum lánum ríkissjóðs til lengri tíma en eins árs. Á árinu 1991 varð útstreymi á þessum lið, þ.e. veitt ný lán umfram innheimtar afborganir af eldri lánum, að fjárhæð 1,6 milljarðar króna í stað 1 milljarðs króna eins og ætlað var í fjárlögum. Eftirfarandi yfirlit sýnir nánari sundurliðun á hreyfingum veittra lána:

Reikningur

Fjárlög

Reikningur


1990

1991

1991

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Innheimtar afborganir af eldri lánum     
3.127
3.350 3.243 -107
Bundnar innlendu verðlagi     
1.713
1.920 2.085 165
Bundnar erlendum gjaldmiðlum     
1.414
1.430 1.158 -272

Veitt ný lán     
3.649
4.390 4.870 -480

Skv. 1 gr. fjárlaga     
2.860
4.390 3.637 753
Lánasjóður íslenskra námsmanna     
2.330
3.000 3.000 - Hafnabótasjóður      20 240 275 -35
Alþjóðaflugþjónustan     
180
500 162 338
Atvinnutryggingardeild Byggðastofnunar     
300
550 200 350
Flugstöð Leifs Eiríkssonar     
30
- -
Annað          
-
100 - -

Skv. 15 gr. lánsfjárlaga     
352
- 823 -
Hitaveita Eyra     
11
- - -
Bæjarsjóður Siglufjarðar     
50
- - -
Bæjarveitur Vestmannaeyja     
56
- 28 -
Bæjarsjóður Neskaupstaðar     
15
- - -
Hríseyjarhreppur     
80
- - -
Skallagrímur hf., Akranesi     
80
- 11 -
Herjólfur hf., Vestmannaeyjum     
30
- 709 -
Baldur hf., Stykkishólmi     
30
- - -
Djúpbáturinn hf., Ísafirði     
-
- 45 -
Hitaveita Egilsstaða og Fella     
-
- 20 -
Hitaveita Hveragerðis     
-
- 6 -
Útgerðarfélag Akureyrar hf.     
-
- 4 -

Skv. 6. gr. fjárlaga o.fl.     
437
- 410 -
Vegna fasteignaviðskipta o.fl.     
437
- 410 -


Veitt lán, nettó     
-522
-1.040 -1.627 -587



     Innheimtar afborganir. Innheimtar afborganir voru áætlaðar 3.350 m.kr. í fjárlögum en urðu ívið lægri eða 3.243 m.kr. Mismunurinn skýrist að stærstum hluta af lægra gengi Bandaríkjadals en gengið var út frá í fjárlögum.

     Veitt lán. Í fjárlögum voru lánveitingar áætlaðar 4.390 m.kr. Í reynd urðu lánveitingar ríkissjóðs samtals 4.870 m.kr. Skipta má lánveitingum ríkissjóðs í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eru almenn lán veitt skv. 1. gr. fjárlaga. Í öðru lagi eru lán veitt skv. 6. gr. fjárlaga sem tengjast aðallega fasteignaviðskiptum ríkissjóðs. Loks eru lán veitt skv. 15. gr. lánsfjárlaga. Hér er um að ræða ýmsar heimildir sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra til lántöku með ríkisábyrgð sem ríkissjóður nýtir sjálfur og endurlánar síðan. Í þeim tilvikum, þar sem um er að ræða tiltölulega lágar fjárhæðir, er oft hagkvæmara að ríkissjóður hafi milligöngu um útvegun fjárins. Aðeins lánveitingar skv. 1. gr. fjárlaga koma fram í greiðsluyfirliti fjárlaga og skýrir það m.a. hið mikla frávik sem kemur fram í heildarlánveitingum ríkissjóðs.
    Frávik á einstökum liðum skýrast á eftirfarandi hátt. Í fyrsta lagi ákvað ný ríkisstjórn að veita atvinnutryggingardeild Byggðastofnunar fjárveitingu í stað lánsfjár eins og áður hafði verið ákveðið. Var þetta gert með tilliti til slæmrar fjárhagsstöðu deildarinnar. Í annan stað var frestað framkvæmdum við nýja flugstjórnarmiðstöð á vegum Alþjóðaflugþjónustunnar sem dró úr lánsfjárþörf hennar. Loks skal þess getið að af 700 m.kr. lánveitingu til Herjólfs hf. voru 470 m.kr. veittar samkvæmt lántökuheimild frá árinu 1990.
    Í lánsfjárlögum fyrir árið 1991 voru heimildir ríkissjóðs til endurlána auknar um 735 m.kr. frá því sem gert hafði verið ráð fyrir. Þannig voru Fiskveiðasjóði ætlaðar 200 m.kr. til að endurlána loðnuverksmiðjum vegna úreldingar og Byggðastofnun voru einnig ætlaðar 200 m.kr. til að endurlána rækjuverksmiðjum. Ný ríkisstjórn féll frá nýtingu beggja þessara heimilda. Þá var heimild til að endurlána Síldarverksmiðjum ríkisins 300 m.kr. Það lán var tekið af SR um bankakerfið og hafði því engin áhrif á greiðsluhreyfingar ríkissjóðs á árinu 1991.

     Lánsfjáröflun ríkissjóðs. Í fjárlögum var gert ráð fyrir að mæta allri lánsfjárþörf ríkissjóðs með lántökum á innlendum markaði. Það gekk hins vegar ekki eftir. Rekja má það til þrenns. Í fyrsta lagi var lánsfjárþörf ríkissjóðs mun meiri en ætlað var í fjárlögum eins og fram hefur komið. Í annan stað varð aukning peningalegs sparnaðar á árinu 1991 nokkru minni en áætlað var. Við afgreiðslu fjárlaga var talið að nýr sparnaður yrði 36 milljarðar króna en nú er talið að nýr sparnaður hafi numið 32–33 milljörðum króna. Loks varð veruleg aukning á framboði húsbréfa. Afgreidd húsbréf á árinu 1990 námu 5,5 milljörðum króna en afgreidd húsbréf á árinu 1991 námu hins vegar samtals 15,1 milljarði króna. Allt þetta torveldaði innlenda lánsfjáröflun ríkissjóðs og leiddi til verulegs yfirdráttar á viðskiptareikningi ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands og til erlendrar lántöku. Eftirfarandi yfirlit sýnir sundurliðun á lánsfjáröflun ríkissjóðs:


Reikningur

Fjárlög

Reikningur


1990

1991

1991

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Innlend lán     
10.107
13.600 8.819 -4.781
Sala spariskírteina ríkissjóðs     
7.484
- 5.844 -
Sala ríkisvíxla     
1.963
- -28 -
Sala ríkisbréfa     
77
- 1.395 -
Önnur innlend lán     
583
- 1.608 -

Erlend lán     
3.966
- 7.339 -

Tekin lán, alls     
14.073
13.600 16.158 2.558


     Staðan gagnvart Seðlabanka Íslands. Seðlabanki Íslands er viðskiptabanki ríkissjóðs. Fjármálaráðherra er fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að taka skammtímalán í Seðlabankanum til að fjármagna sveiflur í tekjum og gjöldum ríkissjóðs innan ársins. Skuld ríkissjóðs sem reynast kann að vera á viðskiptareikningum í lok árs ber að gera upp innan þriggja mánaða frá lokum viðkomandi fjárhagsárs.
    Greiðsluhreyfing ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka Íslands var neikvæð um 5 milljarða króna á árinu 1991. Yfirdráttur A-hluta ríkissjóðs í árslok 1991 nam 6,1 milljarði króna en á móti komu afborganir ríkissjóðs af áður teknum lánum að fjárhæð 1,1 milljarður króna.
    Fjármagnsfyrirgreiðsla Seðlabanka við A-hluta ríkissjóðs á árinu 1991 nam um 9 milljörðum króna að jafnaði á mánuði. Á árinu 1990 var fyrirgreiðsla Seðlabankans hins vegar um 4,5 milljarðar króna að meðaltali á mánuði. Eins og nefnt var hér að framan stafar aukin fjármagnsfyrirgreiðsla Seðlabankans fyrst og fremst af meiri rekstrarhalla ríkissjóðs og erfiðleikum í fjármögnun hans á innlendum lánamarkaði, einkum á fyrri hluta ársins. Eftirfarandi yfirlit sýnir greiðsluhreyfingar við Seðlabanka Íslands árin 1990 og 1991:

Reikningur

Fjárlög

Reikningur


1990

1991

1991

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Greiðsluafkoma
714 21 -6.113 -6.092

Afborganir af lánum í Seðlabanka
3.065 855 755 -100
Uppgjör skammtímaskulda í Seðlabanka
1.903 327 327 -
Lántaka í Seðlabanka
-9 - - -

Greiðsluhreyfing gagnvart bankakerfinu
5.673 1.203 -5.031 -6.234

Hreyfing bankareikninga utan Seðlabanka
-66 - 20 -

Greiðsluhreyfing við Seðlabanka
5.607 1.203 -5.011 -6.214



B-hluti.


    Samkvæmt bráðabirgðatölum um fjárstreymi milli A- og B-hluta ríkissjóðs 1991 kemur í ljós að tilfærslur til B-hluta fyrirtækja og sjóða urðu um 35 m.kr. lægri en ætlað var í fjárlögum að viðbættum lögum nr. 75/1991. Þá urðu skil B-hluta fyrirtækja í ríkissjóð um 161 m.kr. undir áætlunum. Eftirfarandi yfirlit sýnir greiðslustreymi milli A-og B-hluta ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum og lögum nr. 75/1991 svo og greiðsluuppgjöri 1991:

Greiðslustreymi milli A- og B-hluta ríkissjóðs 1991.



Fjárlög

Lög nr. 75

Reikningur


1991

1991

1991

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



Tilfærslur úr A-hluta til B-hluta fyrirtækja og sjóða     
5 181
1 346 6 492 35
Skil B-hluta fyrirtækja í ríkissjóð     
7 643
- 7 482 -161


    Fimm fyrirtækjum í B-hluta ríkissjóðs var ætlað að skila hagnaði af starfsemi sinni í ríkissjóð. Frávik á greiðsluskilum þeirra til A-hluta frá áætlun koma fram í eftirfarandi yfirliti:

Greiðslur B-hluta fyrirtækja í ríkissjóð 1991.





Fjárlög

Lög nr. 75

Reikningur


1991

1991

1991

Mismunur


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.



23 101 Fríhöfn, Keflavíkurflugvelli     
345
- 420 75
23 111 Flugmálastjórn, Keflavíkurflugvelli     
18
- - -18
23 121 Sala varnarliðseigna     
30
- 25 -5
29 101 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins     
6 700
- 6 487 -213
30 101 Póst- og símamálastofnunin     
550
- 550 -

Samtals     
7 643
- 7 482 -161


    Frávik milli fjárlaga að viðbættum lögum nr. 75/1991 og endanlegs uppgjörs hvað varðar tilfærslur frá A-hluta ríkissjóðs til einstakra fyrirtækja og sjóða í B-hluta urðu sem hér segir:
    Eins og sést á yfirlitinu urðu frávik mest hjá Atvinnuleysistryggingasjóði, en greiðslur til sjóðsins urðu 94 m.kr. innan heimilda fjárlaga og laga nr. 75/1991. Umframgreiðslur vegna Ríkisábyrgðasjóðs urðu hins vegar tæplega 40 m.kr. og vegna reksturs Þjóðleikhússins um 19 m.kr. Önnur frávik eru minni.

Tilfærslur til B-hluta fyrirtækja og sjóða 1991.




Fjárlög

Lög nr. 75

Reikningur


1991

1991

1991

Mismunur


Greiðslugrunnur

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.

þús. kr.



Forsætisráðuneyti
21 172 Atvinnutryggingardeild Byggðastofnunar     
-
357 000 357 000 -

Samtals     
-
357 000 357 000 -

Menntamálaráðuneyti
22 233 Rannsóknasjóður     
110 000
- 110 000 -
22 975 Vísindasjóður     
20 000
- 20 000 -
22 276 Byggingarsjóður rannsókna í þágu atv.veganna     
67 600
- 61 550 6 050
22 872 Lánasjóður íslenskra námsmanna     
1 730 000
700 000 2 431 840 -1 840
22 973 Þjóðleikhúsið     
227 000
47 000 293 088 -19 088
22 974 Sinfóníuhljómsveit Íslands     
94 000
- 94 000 -
22 976 Menningarsjóður     
11 000
- 15 604 -4604

Samtals     
2 259 600
747 000 3 026 082 -19 482

Landbúnaðarráðuneyti
24 171 Jarðeignir ríkisins     
30 000
- 29 254 746
24 172 Jarðasjóður     
25 000
- 25 992 -992
24 246 Laxeldisstöðin Kollafirði     
10 400
6 400 16 893 -93
24 272 Einangrunarstöð holdanauta, Hrísey     
4 990
1 000 6 306 -316

Samtals     
70 390
7 400 78 445 -655

Sjávarútvegsráðuneyti
25 272 Rannsóknastofnanir sjávarútvegsins, bygging     
20 000
- 20 000 -

Samtals     
20 000
- 20 000 -

Dómsmálaráðuneyti
26 371 Kirkjubyggingasjóður     
6 550
- 6 550 -
26 373 Kristnisjóður     
17 220
- 16 380 840

Samtals     
23 770
- 22 930 840

Félagsmálaráðuneyti
27 272 Byggingarsjóður verkamanna     
900 000
- 900 000 -
27 972 Bjargráðasjóður     
-
60 000 60 000 -

Samtals     
900 000
60 000 960 000 -

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
28 273 Atvinnuleysistryggingasjóður     
1 280 000
80 000 1 266 000 94 000
28 378 Læknishéraðasjóður     
2 500
- 2 275 225
28 610 Gæsluvistarsjóður     
10 000
- 10 000 -

Samtals     
1 292 500
80 000 1 278 275 94 225

Fjármálaráðuneyti
29 971 Lánasýsla ríkisins, vegna Ríkisábyrgðasjóðs     
300 000
- 339 755 -39 755

Samtals     
300 000
- 339 755 -39 755

Samgönguráðuneyti
30 321 Skipaútgerð ríkisins     
134 400
100 000 234 400 -
30 332 Hafnabótasjóður     
50 000
- 50 000 -

Samtals     
184 400
100 000 284 400 -

Iðnaðarráðuneyti
31 371 Orkusjóður     
130 100
-5 000 125 115 -15

Samtals     
130 100
-5 000 125 115 -15

Tilfærslur til B-hluta alls     
5 180 760
1 346 400 6 492 002 35 158
Fylgiskjal I.

Flutningur inneigna og skulda yfir áramótin 1990–1991.



Fylgiskjal II.


Flutningur inneigna og skulda yfir áramótin 1991–1992.