Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 43 . mál.


257. Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um Ríkismat sjávarafurða.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og studdist við umsagnir er bárust á 115. löggjafarþingi frá Ríkismati sjávarafurða, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Samtökum fiskvinnslustöðva, Félagi veiðieftirlitsmanna, Vélstjórafélagi Íslands, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, nefnd um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, BSRB og BHMR.
    Formenn BSRB og SFR komu að máli við formann nefndarinnar og lýstu áhyggjum sínum af stöðu starfsmanna Ríkismats sjávarafurða í sambandi við fyrirhugaða stofnun hlutafélagsins. Var nefndinni skýrt frá þessum viðræðum.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins og leggur áherslu á að starfsmönnum Ríkismats sjávarafurða verði útvegað starf hjá væntanlegu hlutafélagi eða Fiskistofu.
    Stefán Guðmundsson hefur fyrirvara um samþykki sitt við frumvarpið.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Samtaka um kvennalista, sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi.

Alþingi, 3. nóv. 1992.



Matthías Bjarnason,

Árni R. Árnason.

Guðmundur Hallvarðsson.


form., frsm.



Vilhjálmur Egilsson.

Össur Skarphéðinsson.

Stefán Guðmundsson,


með fyrirvara.



Halldór Ásgrímsson,


með fyrirvara.