Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 222 . mál.


265. Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992.)



1. gr.


    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
    Altuna, Elba Felicita Núnes, húsmóðir í Reykjavík, f. 2. október 1949 í Perú.
    Biscarra, Francisca, verkakona í Reykjavík, f. 17. september 1952 á Filippseyjum.
    Casey, Ester Talia, nemi í Reykjavík, f. 25. nóvember 1977 í Reykjavík.
    Calderon, Evelyn Soon, húsmóðir á Flateyri, f. 25. janúar 1967 á Filippseyjum.
    Christensen, Pia Monrad, háskólanemi í Reykjavík, f. 17. mars 1965 í Danmörku.
    David, Joshua Reuben, nemi í Garðabæ, f. 24. mars 1977 í Reykjavík.
    Fuglö, Helene, húsmóðir í Garði, f. 12. júlí 1947 í Færeyjum.
    Godla, Erik Daniel, nemi í Njarðvík, f. 27. ágúst 1976 í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
    Grosman, George Jiri, kennari í Reykjavík, f. 3. mars 1953 í Tékkóslóvakíu.
    Hanni Haraldsdóttir, starfsmaður að Sólheimum, f. 11. febrúar 1950 í Þýskalandi.
    María Helena Guðmundsdóttir, barn í Reykjavík, f. 15. desember 1985 í Reykjavík.
    Mortensen, Íris María, nemi í Reykjavík, f. 22. október 1979 í Danmörku.
    Nocon, Emelita Ordonez, húsmóðir í Reykjavík, f. 11. september 1947 á Filippseyjum.
    Snarska, Maria, verkakona á Fáskrúðsfirði, f. 19. apríl 1956 í Póllandi.
    Seba, Djamel, verkamaður í Reykjavík, f. 22. september 1964 í Alsír.
    Yeoman, John William, rannsóknarmaður í Reykjavík, f. 15. apríl 1963 í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
    West, Samuel Erik, tæknimaður í Reykjavík, f. 2. febrúar 1974 í Noregi.

2. gr.


    Nú fær maður, sem heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með lögum og skulu þá börn hans, fædd síðan, heita íslenskum nöfnum samkvæmt lögum um mannanöfn, en hann skal, þá er hann hlýtur íslenskt ríkisfang, taka sér íslenskt eiginnafn, ásamt því sem hann ber fyrir, er börn hans taka sem kenninafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta svo eiginnafni sínu og kenninafni að það fullnægi kröfum laga um mannanöfn.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Umsækjendur þeir, sem teknir hafa verið á lagafrumvarp þetta, fullnægja skilyrðum sem sett hafa verið af allsherjarnefnd Alþingis.
     Frumvarp þetta er fyrra frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem borið er fram á yfirstandandi 116. löggjafarþingi og er þá miðað við að annað frumvarp verði borið fram í byrjun næsta árs svo sem verið hefur undanfarin ár.
     Regla 2. gr. frumvarpsins um nafnbreytingu við töku ríkisborgararéttar er í samræmi við ákvæði 15. gr. laga um mannanöfn, nr. 37/1991.