Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 2 . mál.


270. Breytingartillögur



við frv. til l. um vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum.

Frá iðnaðarnefnd.



    Við 2. gr. Í stað orðsins „hálfleiðari“ í upphafi 1. tölul. komi: smárás.
    Við 5. gr. Í stað orðanna „hálfleiðara sem framleiddur“ í 3. tölul. komi: smárásar sem framleidd.
    Við 6. gr. 5. tölul. orðist svo: Óheimilt er að koma í veg fyrir að sá sem eignast svæðislýsingu smárásar án þess að vita að einkaréttur er þegar til staðar nýti sér hana í atvinnuskyni, enda getur rétthafi sótt sér sanngjarnar bætur, sbr. 8. gr.
    Við 8. gr. 3. og 4. málsl. falli brott.
    Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1993.