Ferill 10. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 10 . mál.


275. Nefndarálit



um frv. til l. um húsgöngu- og fjarsölu.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund hennar komu frá viðskiptaráðuneytinu Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri, Finnur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri og Þórunn Erhardsdóttir deildarstjóri. Þá komu Jónas Fr. Jónsson og Pétur Steingrímsson frá Verslunarráði Íslands og Jóhannes Gunnarsson og Sólrún Halldórsdóttir frá Neytendasamtökunum. Nefndinni barst umsögn frá VSÍ og enn fremur var stuðst við umsagnir er komu á 115. löggjafarþingi frá Verslunarráði Íslands, Íslenskri verslun, Rithöfundasambandi Íslands og Neytendasamtökunum.
    Nefndin leggur til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á frumvarpinu:
    Í fyrsta lagi er lagt til að reglur frumvarpsins taki ekki til samninga undir 4.500 krónum. Frumvarpið hefur að geyma rúmar heimildir til riftunar á samningum og þykir rétt að þær verði takmarkaðar við ákveðna lágmarksfjárhæð.
    Í öðru lagi er lagt til að 5. gr. falli brott en ákvæðið, sem veitir ráðherra heimild til að setja nánari reglur um neytendavernd hér á landi eftir því sem þær verða samþykktar innan EES, þykir fela í sér of víðtæka heimild, auk þess að vera óþarft.
    Loks þykir eðlilegt að frumvarpið taki gildi 1. janúar 1993.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með þessum breytingum.
    Fjarstödd afgreiðslu málsins var Kristín Ástgeirsdóttir.

Alþingi, 10. nóv. 1992.



Vilhjálmur Egilsson,

Guðjón Guðmundsson.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Pétur Sigurðsson.

Ingi Björn Albertsson.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson,


með fyrirvara.



Steingrímur J. Sigfússon,

Karen Erla Erlingsdóttir,


með fyrirvara.

með fyrirvara.