Ferill 29. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 29 . mál.


306. Breytingartillaga



við frv. til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Frá minni hluta stjórnarskrárnefndar (StH, RA, KE, PP).



    Frumvarpsgreinin orðist svo:
    21. gr. stjórnarskrárinnar orðast svo:
    Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða á fullveldisrétti í íslenskri lögsögu, framsal ríkisvalds til fjölþjóðlegrar stofnunar eða samtaka, enda sé Ísland aðili þar að og vald það, sem framselja á, sé vel afmarkað og á takmörkuðu sviði eða ef þeir horfa að öðru leyti til breytinga á stjórnhögum ríkisins nema samþykki Alþingis komi til. Slíkt þingmál telst því aðeins samþykkt að þrír fjórðu hlutar alþingismanna greiði því atkvæði.